Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Salurinn

 

Veislusalur Hraunbúa býður upp á spennandi möguleika fyrir minni sem stærri hópa. Fallegt og rólegt umhverfi býður upp á góð tækifæri.

306569_363039283742127_2110946801_n

Salurinn tekur um 110 manns í sæti og er tilvalinn fyrir ýmis tilefni s.s. útskriftir, fermingar, skírnarveislur, ráðstefnur, fundi o.fl.

Salurinn er fallegur, með rúmgóðu anddyri og flottri eldhúsaðstöðu. Aðgengi er gott og bjóðum við upp á fallegan borðbúnað ef þess er óskað.

Salurinn leigist út án veitinga og er aldrei leigður út lengur en til miðnættis.

Salurinn er leigður út með starfsmanni allan tímann. Starfsmaðurinn er á staðnum til að aðstoða,  m.a. við uppröðun og skreytingar, sinnir eldhúsi, hellir uppá kaffi og sér m.a. um öll þrif og uppvask, en þjónar ekki til borðs.
Gert er ráð fyrir tveim starfsmönnum ef gestafjöldi fer yfir 60 manns.

Salurinn er jafnan afhentur samdægurs.

Á sumrin er salurinn ekki leigður út til veisluhalda frá 1. júní til 15. september ár hvert.

Leiguverð er 60.000 kr. en innifalið í því er notkun á borðbúnaði, hljóðkerfi og skjávarpa.
Dúkar eru leigðir sér og kosta þeir 15.000 kr.

Eftir að bókun hefur verið staðfest af starfsmanni, þarf að greiða 15.000 kr. staðfestingargjald inn á reikning Hraunbúa, 327-13-301815 , kt. 640169-7029 sem er óafturkræft og jafngildir það samþykki á salaleiguskilmálum.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum Hraunbyrgis í síma 565 0900 og 895 0906, netfang salur@hraunbuar.is.

unnamed unnamed (4) unnamed (3) unnamed (2) unnamed (1)