Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Vormót Hraunbúa!

Bjarni Freyr ritaði þann 3. maí 2017

Vormot Hraunbua Poster

Flokkur: Almennt | Comments Off on Vormót Hraunbúa!

Útilífsskóli Hraunbúa 2017

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 31. mars 2017

Skátafélagið Hraunbúar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Við leggjum metnað okkar í þétta, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt því að sinna einstaklingnum vel.  Lögð er áhersla á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni. Meðal viðfangsefna er sund, stangveiði, sig, klifur, náttúruskoðun, kanó, rötun, útieldun, skátaleikir og margt, margt fleira. Mismunandi dagskrá er á námskeiðum.

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á tvenns konar námskeið, Útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára, fædd 2005- 2009, og Grallaranámskeið fyrir 6-7 ára, fædd 2010 og 2011. Námskeiðin hefjast kl. 10:00 í við skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51, og þeim lýkur kl. 16:00 á sama stað. Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag.
 

Vikur:

Fyrir 8-12 ára

Námskeið 1. 19 – 23 júní / Dagsferð

Námskeið 2. 26 – 30 júní / dagsferð

Námskeið 3. 3 – 7 júlí / útilega

Námskeið 4. 10 – 14 júlí/ dagsferð

Námskeið 5. 17. – 21. Júlí/ útilega

Fyrir 6-7 ára

Grallaranámskeið 1. 26 – 30 júní

Grallaranámskeið 2. 10 – 14. Júlí

Þátttökugjöld

Útilífsnámskeið með útilegu kostar 13.000 kr. vikan

Útilífsnámskeið með dagsferð kostar 11.500 kr. vikan

Grallaranámskeið kostar 11.500 krónur vikan.

Systkinaafsláttur er 15%

Innifalið í verði er öll dagskrá. Innifalið í verði er öll dagskrá þ.á.m. sundferðir og slíkt.

Gæsla

Boðið er upp á gæslu fyrir og eftir námskeiðin frá kl. 09.00 – 10:00 og frá kl. 16:00 – 17.00.  Gæslugjald er

innifalið í verði á námskeiðið.

Skráning og greiðsla fer eingöngu fram hér:  https://skatar.felog.is/
Hægt er að velja um að fá greiðsluseðil í heimabanka eða greiða með kreditkorti.

Flokkur: Almennt | Comments Off on Útilífsskóli Hraunbúa 2017

Framhald Aðalfundar

Bjarni Freyr ritaði þann 23. febrúar 2017

Framhald aðalfundar Hraunbúa 2017 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 20:00 þar sem lið e) var frestað um viku. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá fundarins:

Fundur settur
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.

Fundi slitið

Flokkur: Almennt | Comments Off on Framhald Aðalfundar

Félagskvöldvaka Hraunbúa part deux

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 21. febrúar 2017

Næstkomandi miðvikudag 22.febrúar munum við hefja upp raust okkar að nýju og blása til annarrar félagskvöldvöku Hraunbúa árið 2017.

Þar verður sungið og trallað að skátasið og sveitirnar troða upp af alkunnri snilld.

Kvöldvakan hefst klukkan 20:00 og bjóðum við alla háa sem lága velkomna.

Flokkur: Almennt | Comments Off on Félagskvöldvaka Hraunbúa part deux

Aðalfundur Skátafélagsins Hraunbúa

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. janúar 2017

Aðalfundur Hraunbúa 2017 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

Lesa alla frétt »

Flokkur: Almennt | Comments Off on Aðalfundur Skátafélagsins Hraunbúa

Skráning dreka- og fálkaskáta á vorönn 2017

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 18. janúar 2017

Ágætu forráðamenn dreka- og fálkaskáta, skráning vegna vorannar fer nú fram á síðunni skatar.felog.is. Munið að skrá sem fyrst til að greiða fyrir upplýsingastreymi. Nánari upplýsingar hraunbuar@hraunbuar.is

Með skátakveðju,
Berta verkefnastýra

Flokkur: Almennt | Comments Off on Skráning dreka- og fálkaskáta á vorönn 2017