Skip to main content

Hraunálfar eldri

Hraunálfar (stelpur 7-9 ára)
Vetur 2014-15

Fundartími:
Mánudögum kl:17:30-18:30

Sveitarforingjar vetur 2014-15:

Kristín Guðjónsdóttir
S: 696-1762
kristin@hraunbuar.is

Aðstoðarsveitarforingjar vetur 2013-14:

Einar Daði Andrésson
s: 8485446
einardadi@hraunbuar.is

Hér er stiklað á stóru með dagskrá fyrir Hraunálfana

Við munum halda okkur við lýðræðisleikina til að ákveða hvað við viljum gera á fundunum.

Allir fundir hafa ákveðinn ramma:

Að vera skáti er að vera könnuður, ekki bara að geta kannað nánasta umhverfi, heldur að kanna okkur sjálf, hvað getum við verið hugrökk,heiðarleg, glaðvær eða virk í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Að vera virkur, sjálfstæður og ábyrgur er megin inntak skátahreyfingarinnar.

Til að ná þeim markmiðum förum við í svokallaða lýðræðisleiki þar sem Hraunálfarnir kjósa um fundarefni fyrir hverja þrjá fundi.

Það sem við gerum örugglega er :

– Syngjum

– Förum í leiki

– Eldum úti

– Tjöldum

– Höfum varðeld

– Súrrum

– Föndrum

– Gerum vinabönd

– Förum á kanó

– Klifrum

– Spjöllum og hlægjum