Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Greinar frá mars, 2017

Útilífsskóli Hraunbúa 2017

mars 31st, 2017 by Verkefnastjóri Hraunbúa

Skátafélagið Hraunbúar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Við leggjum metnað okkar í þétta, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt því að sinna einstaklingnum vel.  Lögð er áhersla á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni. Meðal viðfangsefna er sund, stangveiði, sig, klifur, náttúruskoðun, kanó, rötun, útieldun, skátaleikir og margt, margt fleira. Mismunandi dagskrá er á námskeiðum.

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á tvenns konar námskeið, Útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára, fædd 2005- 2009, og Grallaranámskeið fyrir 6-7 ára, fædd 2010 og 2011. Námskeiðin hefjast kl. 10:00 í við skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51, og þeim lýkur kl. 16:00 á sama stað. Þátttakendur þurfa að koma klæddir eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag.
 

Vikur:

Fyrir 8-12 ára

Námskeið 1. 19 – 23 júní / Dagsferð

Námskeið 2. 26 – 30 júní / dagsferð

Námskeið 3. 3 – 7 júlí / útilega

Námskeið 4. 10 – 14 júlí/ dagsferð

Námskeið 5. 17. – 21. Júlí/ útilega

Fyrir 6-7 ára

Grallaranámskeið 1. 26 – 30 júní

Grallaranámskeið 2. 10 – 14. Júlí

Þátttökugjöld

Útilífsnámskeið með útilegu kostar 13.000 kr. vikan

Útilífsnámskeið með dagsferð kostar 11.500 kr. vikan

Grallaranámskeið kostar 11.500 krónur vikan.

Systkinaafsláttur er 15%

Innifalið í verði er öll dagskrá. Innifalið í verði er öll dagskrá þ.á.m. sundferðir og slíkt.

Gæsla

Boðið er upp á gæslu fyrir og eftir námskeiðin frá kl. 09.00 – 10:00 og frá kl. 16:00 – 17.00.  Gæslugjald er

innifalið í verði á námskeiðið.

Skráning og greiðsla fer eingöngu fram hér:  https://skatar.felog.is/
Hægt er að velja um að fá greiðsluseðil í heimabanka eða greiða með kreditkorti.

Flokkur: Almennt | Comments Off on Útilífsskóli Hraunbúa 2017