Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Greinar frá nóvember, 2016

Rauðskinur fara í útilegu 25-27.nóvember 2016

nóvember 15th, 2016 by Kolfinna Snæbjarnardóttir

Sveitarútilega Rauðskinna að Lækjarbotnum

Kæru foreldrar/forráðamenn og skátar

Helgina 25. – 27. nóvember verður sveitarútilega Rauðskinna. Að þessu sinni liggur leiðin í Lækjarbotna, skála í eigu skátafélagsins Garðbúa í Reykjavík. Skálinn er um 14 km austur af Reykjavík undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk. Hann er í landi Kópavogs í Lækjarbotnalandi, í um 10 mínútna fjarlægð frá Rauðvatni í  átt að Hellisheiði.

Mæting er við skilti Skógræktarfélags Kópavogs klukkan 20:00 föstudaginn 25. nóvember (vera búnar að borða kvöldmat), en sækja á stúlkurnar á sama stað á hádegi, kl.12:00, sunnudaginn 27. nóvember. Við ætlum að labba frá skiltinu að skálanum svo það er mikilvægt að skátarnir séu almennilega klæddir og geti gengið með allan farangurinn sinn.

Til að komast að mætingarstaðnum er beygt inn afleggjara út frá Suðurlandsbraut. Við afleggjarann er skilti sem á stendur sumarbústaðir/sumarhús. Við munum merkja skiltið með blöðrum. Afleggjarinn er um 14 km austur Suðurlandsbrautina.

Gott væri ef foreldrar eða skátarnir hefðu samband sín á milli og sameinuðu í bíla til að minnka umstangið sem mest. Símaskrá Rauðskinna verður send foreldrum í tölvupósti (listi yfir allar Rauðskinnur sem eru skráðar).

Kostnaður: Útilegugjald verður 4500 kr. og er innifalið í því gjald fyrir skálann, allur matur (nema morgunmatur) og annar sameiginlegur kostnaður. Gjaldið má greiða á skrifstofu Hraunbúa á opnunartíma en með því að borga skrá skátarnir sig í útileguna (einnig má greiða með símgreiðslu). Greiðslum/skráningum í útileguna þarf að vera lokið fimmtudagskvöldið 24. nóvember, en það er vegna þess að á föstudagsmorgninum förum við í búðina og kaupum mat miðað við skráningarfjölda. Best væri ef stelpurnar kæmu með morgunmat sem þarf ekki að vera geymdur í kæli, en kæliaðstaða er mjög lítil og einungis er pláss fyrir sameiginlega matinn þar. Af eigin reynslu höfum við verið með jógúrt og safa í nesti á stað þar sem ekki var kælir og kom það ekki að sök.

Útbúnaður: Útbúnaðarlisti verður sendur til foreldra í tölvupósti. Mikilvægt er að stúlkurnar mæti vel klæddar til útivistar og með nóg af auka hlýjum fötum, í góðum skóm og með hlífðarföt, því farið verður í hike (gönguferð). Einnig þurfa þær að hafa með sér lítinn bakpoka fyrir hikeið. Það á að mæta með skátaklútinn og með skátapeysu,  bol eða skyrtu. Einnig væri gaman að taka með flott náttföt, því það verður náttfatapartý á föstudagskvöldinu.

Bannlisti: Gallabuxur og bómullarsokkar eru ekki vel séðar. Einnig er allt gos, snakk og nammi bannað. Þó er leyfilegt að taka með sér plötu af hreinu súkkulaði í hike-nesti.  Útilegan verður klukkulaus, svo armbandsúr, farsímar, spjaldtölvur, leikjatölvur og önnur slík tæki eru einnig á bannlistanum að þessu sinni.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Kolfinna Snæbjarnardóttir (kolfinna(hjá)hraunbuar.is, s.8465685)

María Björg Magnúsdóttir (maria(hjá)hraunbuar.is, s.8480042)

Thelma Líf Sigurðardóttir

Jóhanna Ósk Eiríksdóttir

Flokkur: Útilegur, Rauðskinnur | Comments Off on Rauðskinur fara í útilegu 25-27.nóvember 2016

Sundfundur næst hjá Rauðskinnum – 8. nóvember

nóvember 1st, 2016 by Kolfinna Snæbjarnardóttir

Kæru skátar og foreldrar/forráðamenn

Á fundinum í næstu viku, þann 8. nóvember, ætlum við Rauðskinnur að fara saman í sund í Suðurbæjarlaug. Mæting er klukkan 18 eins og venjulega en í staðinn fyrir að hittast í Hraunbyrgi hittumst við fyrir utan Suðurbæjarlaugina. Koma þarf með sundföt og handklæði en Hraunbúar munu borga fyrir stelpurnar ofan í sundlaugina. Fundurinn er svo búinn á venjulegum tíma klukkan 19:15 en við verðum allar komnar upp úr þá og verðum fyrir utan sundlaugina.

Hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku!

Jóhanna, María, Kolfinna og Thelma

Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Sundfundur næst hjá Rauðskinnum – 8. nóvember