Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Greinar frá september, 2016

Fréttir af Rauðskinnum

september 29th, 2016 by Kolfinna Snæbjarnardóttir

Það hefur verið mjög gaman hjá Rauðskinnum í haust. Þrír fundir eru búnir og hafa þeir gengið mjög vel. Fyrst vorum við úti í leikjum, svo elduðum við pítsur og ástarpunga undir berum himni og í þessari viku var ljósmyndamaraþon. Sjá má myndir frá fundunum á facebook síðu Hraunbúa.

Rauðskinnur fara í tvær útilegur í haust. Sú fyrri er félagsútilega Hraunbúa þar sem allir skátarnir í félaginu fara saman á Úlfljótsvatn. Sú útilega verður helgina 28.-30. október. Seinni útilega haustsins er sveitarútilega Rauðskinna en hún verður í skátaskálanum Lækjarbotnum helgina 25.-27. nóvember. Báðar þessar útilegur verða auglýstar nánar þegar nær dregur en við hvetjum skátana til að taka helgarnar frá því það verður mikið glens og gaman.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta fundi, munið að vera klæddar eftir veðri og munið eftir skátaklútnum.

Jóhanna, Thelma, María og Kolfinna sveitaforingjar

Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Fréttir af Rauðskinnum

Fundur hjá Rauðskinnum í dag

september 13th, 2016 by Kolfinna Snæbjarnardóttir

Fyrsti fundur vetrarins hjá stúlknasveitinni Rauðskinnum var í dag. Við nýttum veðurblíðuna og vorum úti í alls konar leikjum og þrautum og skemmtum okkur konunglega. Sjá má myndir af fundinum á facebook síðu Hraunbúa. Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag, við verðum aftur úti þá svo verið klæddar eftir veðri.

Sjáumst!

Kolfinna, María, Thelma og Jóhanna sveitaforingjar

ATH  – sjá frétt um skráningu í Hraunbúa hér fyrir neðan. Mikilvægt er að skrá alla skáta í félagið.

Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Fundur hjá Rauðskinnum í dag

Skráning í Hraunbúa

september 13th, 2016 by Verkefnastjóri Hraunbúa

Skráning er loksins komin í lag, nú er eingöngu sótt um á
http://skatamal.is/felagatal/
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta vesen kann að hafa valdið.

Flokkur: Almennt | Comments Off on Skráning í Hraunbúa

Fyrsti fundur Rauðskinna 13. september

september 6th, 2016 by Kolfinna Snæbjarnardóttir

Raimages_scout_cookinguðskinnur eru fálkaskátasveit í Hraunbúum fyrir 10-12 ára gamlar stelpur. Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn 13. september kl.18-19:15 og verða fundir í haust ávallt á þriðjudögum á þessum sama tíma.

Starfið í vetur verður fjölbreytt og skemmtilegt. Við verðum bæði inni og úti og þess vegna er mikilvægt að koma alltaf klæddur eftir veðri. Við förum í sveitarútilegu í skála einu sinni á hvorri önn ásamt því að fara í félagsútilegu. Starfið endar síðan á Vormóti Hraunbúa sem haldið er í Krýsuvík í byrjun hvers sumars. Annað sem við munum bralla saman í vetur verður meðal annars klifur, útieldun, ljósmyndamaraþon og margt, margt fleira.

Sveitaforingjar Rauðskinna í vetur eru Kolfinna og María. Þær eru 28 og 27 ára og hafa verið í skátunum frá unga aldri. Þær hafa verið sveitaforingjar í mörg ár og búa yfir mikilli reynslu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

María Björg Magnúsdóttir           maria(hjá)hraunbuar.is

Kolfinna Snæbjarnardóttir          kolfinna(hjá)hraunbuar.is

Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Fyrsti fundur Rauðskinna 13. september

Fundir Rauðúlfa hefjast á miðvikudaginn

september 1st, 2016 by Guðni Gí­slason

09-hikeFyrsti fundur drekaskátasveitarinnar Rauðúlfa verður miðvikudaginn 14. september kl. 17:30.

Í sveitinni eru strákar á síðasta ári í drekaskátum og verður starfið fjölbre
ytt og miðast við að undirbúa þá undir starf í fálkaskátum á næsta ári. Lögð verður áhersla á útiveru, færni í fjölbreyttum skátafræðum og farið verður í tjaldútilegu í haust. Starfinu lýkur með för á Drekaskátamót á Úlfljótsvatni.

Sveitarforingi verður sem fyrr Guðni Gíslason, þaulreyndur skátaforingi og aðstoðarforingi er Dagbjört Jóhannesdóttir sem var að ljúka Gilwell foringjaþjálfun fyrir skömmu.

 

Flokkur: Rauðúlfar | Comments Off on Fundir Rauðúlfa hefjast á miðvikudaginn