Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Aðalfundur Hraunbúa 2016

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 21. janúar 2016

Aðalfundur Hraunbúa 2016 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins

Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt, Viðburðir | Engin svör »

Kynningarfundur vegna Landsmóts

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 12. janúar 2016

Næstkomandi miðvikudag, 13. janúar, kl. 20:00 verður haldin fyrsti kynningarfundur vegna Landsmóts skáta á Úlfljótsvatni í sumar, fundurinn verður haldin í sal Hraunbúa í Hraunbyrgi, Hjallabraut 51.
 
Aðilar úr mótsstjórn mæta og verða með kynningu á mótinu sjálfu ásamt því að við í landsmótsteymi Hraunbúa kynnum okkur fyrir ykkur foreldrum og svörum öllum spurningum varðandi mótið og aðdraganda þess.
 
Takið tíman frá
Miðvikudagurinn 13. janúar kl. 20:00

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Við leitum að öflugum aðila í stöðu rekstrarstjóra skátamiðstöðvarinnar Hraunbyrgis

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 11. janúar 2016

Rekstrarstjóri


Flokkur: Almennt | Comments Off on Við leitum að öflugum aðila í stöðu rekstrarstjóra skátamiðstöðvarinnar Hraunbyrgis

Skátastarfið hefst aftur frá og með 11. janúar

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 7. janúar 2016

Komdu-í-skátana-vor-2016


Flokkur: Almennt, Sveitir | Comments Off on Skátastarfið hefst aftur frá og með 11. janúar

Gleðilega hátíð kæru skátar

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 22. desember 2015

Jólakveðja


Flokkur: Almennt | Comments Off on Gleðilega hátíð kæru skátar

Félagskvöldvaka

Foringi ritaði þann 22. október 2015

unnamed

Skátafélagið Hraunbúar og Skátagildin í Hafnarfirði ætla að halda saman kvöldvöku í skátaheimilinu okkar, Hraunbyrgi, núna á fimmtudaginn milli klukkan 19:00 og 20:30

Kvöldvaka þýðir að við ætlum að syngja saman skátasöngva og svo verða líka nokkur skemmtiatriði. Þessi viðburður er fyrir alla! Skátar, systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna skemmtiatriði mega endilega hafa samband við Árnýju starfsmann!

Sjá einnig á facebook


Flokkur: Viðburðir | Comments Off on Félagskvöldvaka