Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Aðalfundur 2018

Bjarni Freyr ritaði þann 13. janúar 2018

Aðalfundur Hraunbúa 2018 fer fram í Hraunbyrgi miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur sveita, Ferðbúans ehf og annarra eininga félagsins.
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.
f) Lagabreytingar.
g) Kynning frambjóðenda.
h) Kosning stjórnar.
i) Kosning tveggja varamanna stjórnar
j) Kosning tveggja skoðanamanna reikninga.
k) Kosning þriggja manna í laganefnd.
l) Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd.
m) Kosning skálanefndar.
n) Önnur mál.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Að þessu sinni verður kosið í embætti aðstoðar félagsforingja, gjaldkera og eins meðstjórnanda til tveggja ára. Auk þess verður kosið í sæti eins meðstjórnanda í eitt ár. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, sem varamenn eða í nefndir er bent á að hafa samband við uppstillingarnefnd, en hana skipa:

Árný Björnsdóttir, s. 824 1763, arny@hraunbuar.is
Bergur Ólafsson, s. 662 8500, berguro@gmail.com
Þórður I. Bjarnason, s. 821 8757 tordur@hraunbuar.is

Fyrir þá sem vilja leggja fram breytingatillögu á lögum félagsins er bent á að hafa samband við laganefnd, en hana skipa:
Heiður Ýr Guðjónsdóttir, heidur89@hotmail.com
Jón Þór Gunnarsson, jon@hraunbuar.is
Ingólfur Már Grímsson, ingo@hraunbuar.is

Lagabreytingatillögur skulu vera skriflegar og berast stjórn minnst þremur vikum fyrir aðalfund, fimmtudaginn 2. febrúar. Núverandi lög félagsins eru á vefsíðu okkar: www.hraunbuar.is/felagid/log-felagsins

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Flokkur: Almennt | 5 Svör »

Útbúnaðarlisti félagsútilegu

Bjarni Freyr ritaði þann 5. október 2017

Kæru foreldrar/forráðamenn

Brottför er áætluð kl 19 frá Hraunbyrgi, þann 6.okt. Mæting er kl 18:30 Allir að vera búnir að borða áður en þeir mæta. Síðan verður kvöldkaffi þegar allir eru búnir að koma sér fyrir á áfangastað. Áætluð heimkoma er á milli 14 og 15 sunnudaginn 8.okt.

Vinsamlega athugið að listanum er eingöngu ætlað að vera leiðbeinandi. Gott er að miða við þrjú lög af fatnaði þegar farið er í ferðir: Innsta lag: ullarföt eða flís Miðlag: léttur jakki(úlpa)/peysa eða soft shell Ysta lag: vind og vatnshelt eins og pollagalli eða álíka. Útbúnaðar listi: Föt til skiptanna – buxur, peysa, sokkar, nærföt (ekki gallabuxur) Hlý undirföt Góðir skór/gönguskór Hlýjir sokkar Hlífðarföt Húfa vettlingar Svefnpoki Tannbursti Tannkrem hárbusti Þvottastykki/lítið handklæði Náttföt Ef til er : Vasaljós Spilastokkur inniskór

Flokkur: Almennt | Eitt svar »

Félagsútilega haust 2017

Bjarni Freyr ritaði þann 27. september 2017

Flokkur: Almennt | Comments Off on Félagsútilega haust 2017

Vetrarstarf 2017-2018

Bjarni Freyr ritaði þann 3. september 2017

Flokkur: Almennt | Comments Off on Vetrarstarf 2017-2018

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei við fögnum afmæli á 17 júní.

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 13. júní 2017

Skátafélagið Hraunbúar bjóða ykkur að fagna með okkur 20. Ára afmæli Skátamiðstöðvarinnar Hraunbyrgis og munu hafa opið hús fyrir gesti og gangandi frá kl 11-13 þann 17. Júní.
Boðið verður upp á skátaleiki og varðeldastemningu að skátasið.
Skátarnir munu hafa sína árlegu kaffisölu upp í Hraunbyrgi og rennur allur ágóði í skátastarfið okkar.
Skrúðgangan mun að þessu sinni hefjast frá Hraunbyrgi kl 13 og munum við þá skarta okkar fallegu skátum í glæsilegri fánaborg.
Við hvetjum alla unga sem aldna að koma og fagna með okkur á þessum merkisdegi.

Flokkur: Almennt | 3 Svör »

Leiðbeiningar fyrir skráningu á námskeið.

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 12. júní 2017

Nóra er skráningarkerfi sem að skátarnir nota, hvort sem er til að skrá sig á útilífsnámskeið eða í skátana.
Þar sem það hefur borið á því að fólki finnist kerfið flókið ákvaðum við að setja inn smá leiðbeiningar.
Leiðbeiningar fyrir nóra

1. Farðu á https://skatar.felog.is/
2. Haka við „samþykkja skilmála“
3. Smella á Íslykil skráargat
4. Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
5. Smella á Námskeið og flokkar í boði (fyrir aftan nafn iðkanda)
6. Velja námskeið
7. Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
8. Haka við „samþykkja skilmála“
9. Smella á staðfestingarsíða
10. Skrá greiðslur og að lokum staðfesta

Flokkur: Almennt | Comments Off on Leiðbeiningar fyrir skráningu á námskeið.