Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Starfið byrjar á ný!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 31. ágúst 2014

523926_10151888957625263_1478363087_n

Núna er skátastarfið hjá Hraunbúum að byrja aftur eftir sumarfrí og í tilefni þess ætlum við að halda kynningardag fimmtudaginn 4. september næstkomandi frá klukkan 18:00 – 19:00 í Hraunbyrgi. Þar eru allir velkomnir að koma og kynnast skátastarfinu, hitta alla sveitarforingjana og skrá sig í skátana. Þar að auki verður boðið upp á pylsur og með því fyrir gesti og gangandi. Við vonumst til að sjá sem flesta ;)

Við vekjum athygli á því að ALLIR sem ætla að taka þátt í skátastarfinu í vetur verða að skrá sig aftur!Skráningarkerfið er tæmt á hverju sumri og þurfa því allir skátar, hvort sem þeir eru splunkunýjir eða ævafornir, að skrá sig aftur í kerfið.
Skráning er hafin á www.skatarnir.is

Við minnum einnig á að sækja um niðurgreiðslu hjá Hafnarfjarðarbæ, þegar búið er að skrá skátann í starfið. Það er gert á ,,mínum síðum” á www.hafnarfjordur.is og eru leiðbeiningar til þess hér: Skráningarleiðbeiningar2014

Fundartímar skátafunda í vetur eru eftirfarandi:
Hraunálfar (stelpur 7-9 ára), mánudögum 17:30-18:30
Grábræður (strákar 7-9 ára), þriðjudögum 17:30 – 18.30
Rauðskinnur (stelpur 10-12 ára), fimmtudögum 17:30-19:00
Riddarar (strákar 10-12 ára), miðvikudögum 17:30 – 19:00
Dróttskátar (blandað 13-15 ára), þriðjudögum 18:30 – 20:00
Rekkaskátar (blandað 16-18 ára), fimmtudögum 20:00
Róverskátar (blandað 19-22 ára), fimmtudögum 20:00

Fundirnir byrja mánudaginn 8.september.

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Atvinnuauglýsing – verkefnastjóri Hraunbúa

Una Guðlaug Sveinsdóttir ritaði þann 9. júlí 2014

Skátafélagið Hraunbúar auglýsir eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf verkefnastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Almenn skrifstofustörf og tölvuvinnsla
• Samskipti við skáta, foreldra og erlenda sjálfboðaliða
• Samskipti og stuðningur við sveitarforingja félagsins
• Samræming og yfirsýn skátastarfs félagsins
• Umsjón með viðburðum
• Ýmis tilfallandi störf

Hæfniskröfur:
• Almenn tölvukunnátta
• Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar
• Vandvirkni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Hugmyndaauðgi og frumkvæði í starfi
• Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur
• Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf fyrir ágústlok. Um er að ræða 50% starfshlutfall. Vinnutími er að einhverju leyti síðdegis og á kvöldin og að einhverju leyti sveigjanlegur og er starfið því kjörið fyrir námsmenn. Starfsumsókn skal berast á netfangið starf@hraunbuar.is og skal henni fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Fyrirspurnir skulu berast á sama netfang. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2014.


Flokkur: Almennt | Comments Off

Styrktu Hraunbúa með flöskum!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 29. maí 2014

IMG_3493 (1024x768) IMG_3498 (1024x768)
Eins og þið sjáið á þessum glæsilegu myndum er kominn flöskukassi við Hraunbyrgi frá Grænum Skátum. Hraunbúar fá ágóðann af þessum flöskum þannig að ef þið viljið styrkja Hraunbúa, þá endilega komið með flöskurnar til okkar! :)


Flokkur: Almennt | Comments Off

Vormót nálgast!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 27. maí 2014

Vormótsmerki2014-01

Vormót 2014

Kæru foreldrar/forráðamenn og skátar

Nú líður að hinu árlega Vormóti Hraunbúa, en það verður nú haldið í 74. sinn helgina 6.-9. júní í Krýsuvík. Hraunbúar ætla að sjálfsögðu að fjölmenna á mótið en þetta hefur alltaf verið hápunkturinn í skátastarfi vetrarins.

Vormót er aðeins fyrir Fálkaskáta og eldri, en drekaskátar mega af sjálfsögðu vera með fjölskyldunni sinni í fjölskyldubúðum ef þeir vilja.

Verðinu er stillt í hóf og er mótsgjaldið kr. 4000 en innifalið í því er mótsbók, mótsmerki, mótseinkenni, öll dagskrá og kakó og kex.
Mótið er sett á föstudagskvöldi kl. 21.00 og er mælst til þess að allir séu mættir vel fyrir þann tíma því það tekur alltaf sinn tíma að tjalda og koma sér fyrir. Á laugardagskvöldinu verða stórtónleikar með Ingó veðurguð og hátíðarkvöldvaka verður á sunnudagskvöldið kl. 19.30. Mótinu er svo slitið á mánudegi kl. 15.00.

Á mótinu gista flokkarnir saman í tjöldum og því er mjög mikilvægt að einhver í hverjum flokk komi með gott tjald sem heldur vel vatni. Matur er ekki innifalinn í mótsgjaldi heldur þarf hver og einn að koma með nesti. Þá er mjög sniðugt að flokkar sameinist um kvöldmat og þá þarf einhver í flokknum að koma með prímus og eldsneyti og einhver annar með pottasett o.s.frv. Sveitarforingjar verða flokkunum innan handar við eldamennskuna ef á þarf að halda.

Gott væri að foreldrar og skátar hafi samband sín á milli upp á tjald, eldunaráhöld, vatnsdunk og kvöldmat hjá hverjum flokk. Einnig skal tekið fram að skátar þurfa sjálfir að koma sér á staðinn, en mótssvæðið er í um 30 km fjarlægð frá Hraunbyrgi. Kort af leiðinni má sjá á síðu mótsins: vormot.hraunbuar.is.

Vinsamlegast athugið meðfylgjandi útbúnaðarlista vel við undirbúning helgarinnar.

Á mótinu verða sérstakar fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldum skátanna er boðið að taka forskot á útilegusumarið og skemmta sér á alvöru skátamóti. Þar verður í boði sérstök dagskrá fyrir börnin og auk þess taka fjölskyldubúðirnar mikinn þátt í mótinu sjálfu. Gjaldið í fjölskyldubúðirnar er kr. 2500 á tjald og er innifalið í því dagskrá, kakó og kex, mótsmerki, mótseinkenni og mótsbók.

Skráning á vormótið er hafin á skatamal.is, á tenglinum Viðburðaskráning. Endilega skráið ykkur sem fyrst.

Frekari upplýsingar má finna á vormot.hraunbuar.is. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hringja í Hraunbyrgi (565 0900) eða senda tölvupóst á mótsstjórn (vormot@hraunbuar.is). Einnig geta sveitarforingjar svarað flestum spurningum sem kunna að vakna.

Sjáumst hress í Krýsuvík!

Kær kveðja,
Mótsstjórnin
Útbúnaðarlisti – til viðmiðunar

Sameiginlegur búnaður flokksins:
-Tjald (Gott tjald sem heldur vatni)
-Prímus og eldsneyti
-Pottasett
-Vatnsdunkur
-Sameiginlegur matur

Einstaklingsbúnaður:
-Tjalddýna (t.d. einangrunardýna)
-Svefnpoki
-Mataráhöld (diskur, bolli, hnífapör og viskastykki)
-Hlý föt (það er aldrei of mikið af hlýjum fötum meðferðis!)
-Hlífðarföt
-Sundföt / föt sem mega blotna og verða drullug í vatnasafaríinu og sápurennibrautinni
-Góðir skór
-Sokkar
-Auka föt (athugið að gallabuxur og strigaskór er ekki góður klæðnaður í útilegu)
-Skátabúningur/klútur
-Vasaljós
-Lyf (ef einhver eru)
-Nesti (3 x morgunmatur, 3 x hádegismatur, 3 x kaffi og 2 x kvöldmatur ef flokkurinn sameinast ekki um hann)

Einnig er gott að hafa með sér:
-Myndavél
-Vasahnífur
-Eldspítur
-Plastpokar
-Spilastokkur

 


Flokkur: Almennt | Comments Off

Fjáröflun

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 14. maí 2014

Fjáröflun

Núna fer síðasta fjáröflunin af stað, sem starfsmaður Hraunbúa sér um. Landsmótsfararstjórn verður svo með fjáröflun á 17.júní. Ef þið viljið vita stöðu inneignar skátans, sendið þá tölvupóst til hraunbuar@hraunbuar.is.

- Ef inneignin er ekki notuð fyrir 1.september 2014 (byrjun næsta starfsárs) rennur hún beint í fjáröflunarsjóð Hraunbúa.
- Ef ekki er stefnt á að nýta inneignina á þessu starfsári, er hægt að fá hana endurgreidda með því að senda póst á rekstur@hraunbuar.is með bankaupplýsingum og nafni skáta.
- Ef þið viljið nota inneignina til að borga fyrir Landsmót eða Vormót, að þá greiðið þið fyrst mótsgjaldið sjálf, og sendið svo kvittun ásamt bankaupplýsingum á rekstur@hraunbuar.is.

Smellið hér fyrir: Fjáröflun maí 2014

Smellið hér fyrir: Pöntunareyðublað fjáröflunar maí 2014
Hvað þarf að gera:

 1. Nota pöntunarblaðið sem fylgir hér með og fylla út þá aðila sem þú selur vörur til. Ef þú getur fengið greitt fyrir vöruna fyrirfram, þá er það best, en það er skiljanlegt ef fólk greiðir ekki fyrr en það fær vöruna afhenta.
 2. Kemur til okkar með blaðið.  Ath. að það má alltaf hringja inn pantanir eða senda í tölvupósti á hraunbuar@hraunbuar.is og millifæra ef fólk á erfitt með að komast. Síðasti dagur til að skila inn pöntun er 30.maí, ekki verður tekið við pöntunum eftir þann dag.
 3. Föstudaginn 13. júní frá kl.17:00 – 19:00 er afhending vöru. Þá þurfa ALLIR að sækja sínar vörur í Hraunbyrgi.
  Seinasti greiðsludagur er föstudagurinn 20.júní. Þá verður að greiða okkur heildartöluna, eða framvísa kvittun úr heimabanka.
  Reikningsnúmerið er: 0327-13-3128, kt. 640169-7029.

Vara                                                                    Söluverð                      Inneign skáta
Papco Eldhúsrúllur 24 rúllur……………………………. 3.200 kr……………………. 1.040 kr.
Papco WC pappír 48 rúllur……………………………… 3.200 kr……………………. 1.040 kr.
Papco Lúxus WC pappír 3ja laga 36 rúllur………… 4.000 kr………………………. 960 kr.
Nýmalað Níkaragva-kaffi frá Kaffitár 2x250gr…….. 1.900 kr………………………. 440 kr.
Ísl. gulrætur 1Kg……………………………………………. 1.000 kr………………………. 480 kr.
Flatkökur 8 stk………………………………………………. 1.300 kr………………………. 560 kr.
Kleinur 1 poki: 9-11 stykki í poka……………………… 1.000 kr………………………. 480 kr.


Flokkur: Almennt | Comments Off

Útilífsskóli Hraunbúa 2014

Rekstrarstjóri ritaði þann 14. maí 2014

Skráning í Útilífsskóla Hraunbúa sumarið 2014 er hafin og er um að gera að skrá sig sem fyrst!

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.USH

Útilífsnámskeið – 8 til 12 ára

 • 23. júní – 27. júní *
 • 30. júní – 4. júlí
 • 7. júlí – 11. júlí *
 • 11. ágúst – 15. ágúst
  * Námskeið endar á útilegu frá fimmtudegi til föstudags.

Grallaranámskeið – 6 til 7 ára

 • 30. júní – 4. júlí
 • 11. ágúst – 15. ágúst

Skráning fer fram hér


Flokkur: Almennt | Comments Off