Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Rauðskinnufundur 30/10

Foringi ritaði þann 31. október 2014

Í þessari viku voru haldnir flokksfundir.

10393568_10154764558690263_2859240954750221009_n

Pokarottur bökuðu köku.

10014701_10154764555645263_1782241310327679460_n

Trítlur máluðu.

10624966_10154764555045263_216105728753714194_n

Fjaðrir ætluðu á báta en gerðu elgos í staðinn vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Í næstu viku verða aftur flokksfundir
Pokarottur ætla að poppa yfir eldi
Trítlur ætla að baka pizzu
Fjaðrir ætla að reyna aftur að fara á báta, ef það gegnur ekki klifrum við.

Í beinu framhaldi af flokksfundunum verður undirbúningsfundur fyrir dagsferð Rauðskinna með sveitarforingjum og Ferðamönnum flokkanna.


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fréttir af Hraunálfum

Foringi ritaði þann 28. október 2014

Sjö Hraunálfar voru vígðir til viðbótar á seinasta fundi, til hamingju !

Svo fórum við í lýðræðisleikinn okkar og kusum um verkefni þrjá næstu funda sem er : Útieldun,skyndihjálp og tuskudúkkugerð.

Að lokum fengum við haustlauk sem við setjum niður í góðan jarðveg heima hjá okkur (utandyra) með ósk sem hver og ein óskar sér og fylgist svo með í vor þegar laukurinn kemur upp sem fallegt blóm

Sem sagt útieldun næst ef veður leyfir :)


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Rauðskinnufundur 23/10

Foringi ritaði þann 25. október 2014

Í þessari viku voru haldnir flokksfundir.

10711140_10154744499250263_6721270564644946000_n

Fjaðrir bjuggu til grænt slím og sulluðu með það.

1484752_10154744499745263_9081115703577802606_n

Pokarottur fóru í vatnsblöðruslag í kuldanum.

1510831_10154744501000263_2717468437668063482_n

Trítlur bökuðu og skiptu deiginu á milli andlitsins og kökuformanna.

Helena fréttaritari Trítla hefur þetta um fundinn þeirra að segja:

Í dag bökuðum við Trítlurnar múffur. Svo átum við þær og gólfið varð allt út í súkkulaði. Svo var komið að því að vaska upp, uppáhaldi Árnýjar (sveitarforingja). Svo slitum við fundinum.

Í næstu viku eru aftur flokksfundir
Pokarottur ætla að baka köku
Trítlur ætla að mála
Fjaðrir ætla á báta


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fálkaskátadagurinn

Foringi ritaði þann 23. október 2014

IGP5903Sunnudaginn 2. nóvember verður Fálkaskátadagurinn haldinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Mæting er í Hraunbyrgi klukkan 12:00 og áætluð heimkoma er á sama stað klukkan 17:30.
Dagurinn er opinn fyrir alla fálkaskáta á landinu. Skráning fer fram á viðburðaskráningu skáta eins og vanalega. Mjög mikilvægt er að vera búin(n) að skrá sig fyrir klukkan 23:00 á föstudaginn 24. október.
Dagurinn er ókeypis en allir þurfa að mæta með nesti og eitthvað að drekka auk þess að vera vel klædd eftir veðri. Nánari upplýsingar eru í skátadagatalinu inn á skatamal.is

Vonumst til að sjá sem flesta,
sveitarforingjar Rauðskinna og Riddara


Flokkur: Rauðskinnur, Riddarar, Viðburðir | Engin svör »

Hraunálfa -fréttir

Foringi ritaði þann 21. október 2014

Ellefu Hraunálfar voru vígðir á seinasta fundi, og þrjár fengu silfurmerkið sitt .

Vegna  vetrarfrís í grunnskólum Hafnarfjarðar vantaði nokkrar í hópnum en við munum auðvitað vígja þær við fyrsta tækifæri.

Næst verður lýðræðisleikur og þá verður spennandi að kjósa um þrjú næstu fundar-verkefni.

 

 

 

 


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Sveitarútilega Rauðskinna

Foringi ritaði þann 20. október 2014

Rauðskinnur fóru saman í sveitarútilegu núna um helgina. Gist var í skátaskálanum okkar Hverahlíð. Tólf stelpur og þrír foringjar skemmtu sér þar saman og brölluðu ýmislegt. Smellið á „Lesa alla frétt“ til að sjá alla ferðasöguna.

10153842_10154727706170263_90114130104526545_n

Lesa alla frétt »


Flokkur: Útilegur, Rauðskinnur | Engin svör »