Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Vígsla hjá Rauðskinnum í dag og “Jól í skókassa” á næsta fundi

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 18. október 2016

Hæhó!

Það var mjög gaman á vígslufundinum hjá Rauðskinnum í dag. Þrettán stelpur vígðust í dag og urðu fullgildar Rauðskinnur í mjög leynilegri og spennandi vígsluathöfn þar sem eldri stelpurnar hjálpuðu mjög mikið til. Í lokin fengu allar stelpurnar skátaklúta, skátamerki og drukku háleynilegt Rauðskinnublóð. Í lokin var tekin hópmynd sem sjá má á facebook síðu Hraunbúa (ekki hægt að deila mynd hér vegna tæknilegra atriða).

Við viljum einnig minna á að á næsta fundi, 25. október, munum við gera verkefnið „Jól í skókassa“. Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðunni: http://kfum.is/skokassar/skokassar/. Hver flokkur sameinast um að gera einn skókassa. Hraunbúar munu kaupa tannbursta og tannkrem til að setja í hvern kassa en hitt munu skátarnir sjálfir koma með. Við mælum með að finna hluti á heimilinu sem eru lítið/ekkert notaðir og vel með farnir og heimilið má missa í þessa gjöf. Það þarf ekki að kaupa neitt. Á fundinum í síðustu viku skiptu stelpurnar með sér verkum og ákváðu hvað ætti að fara í kassana og hver á að koma með hvað í næstu viku en þá pökkum við þeim inn og göngum frá skókössunum.

Helgina 28-30. október er síðan Félagsútilega Hraunbúa á Úlfjlótsvatni, en stelpurnar fengu upplýsingabréf um útileguna fyrir tveimur vikum. Skráning í þessa útilegu er hafin og hvetjum við alla skáta til að skrá sig :)

Hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku!
Thelma, Jóhanna, María og Kolfinna sveitaforingjar.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Vígslufundur hjá Rauðskinnum

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 11. október 2016

Kæru skátar og foreldrar/forráðamenn

Á næsta fundi, þann 18.október, verður vígsla fyrir þær Rauðskinnur sem enn eru óvígðar. Athöfnin verður mjög hátíðleg, leynileg og skemmtileg og í lok athafnarinnar verða allar stelpurnar orðnar að vígðum Rauðskinnum. Vegna vígslunnar fengu stelpurnar vígslugrunninn á skátafundinum í dag sem gott er að vera búinn að lesa yfir fyrir næsta fund. Það verða spurningar og þrautir úr þessum grunni í vígslunni. Þeir skátar sem eru nú þegar vígðir munu hjálpa til við vígsluna og leggja þrautir fyrir þær óvígðu og þess vegna er mjög mikilvægt að allir mæti.

Hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku!

Thelma, Jóhanna, María og Kolfinna sveitaforingjar.


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fréttir af Rauðskinnum

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 29. september 2016

Það hefur verið mjög gaman hjá Rauðskinnum í haust. Þrír fundir eru búnir og hafa þeir gengið mjög vel. Fyrst vorum við úti í leikjum, svo elduðum við pítsur og ástarpunga undir berum himni og í þessari viku var ljósmyndamaraþon. Sjá má myndir frá fundunum á facebook síðu Hraunbúa.

Rauðskinnur fara í tvær útilegur í haust. Sú fyrri er félagsútilega Hraunbúa þar sem allir skátarnir í félaginu fara saman á Úlfljótsvatn. Sú útilega verður helgina 28.-30. október. Seinni útilega haustsins er sveitarútilega Rauðskinna en hún verður í skátaskálanum Lækjarbotnum helgina 25.-27. nóvember. Báðar þessar útilegur verða auglýstar nánar þegar nær dregur en við hvetjum skátana til að taka helgarnar frá því það verður mikið glens og gaman.

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta fundi, munið að vera klæddar eftir veðri og munið eftir skátaklútnum.

Jóhanna, Thelma, María og Kolfinna sveitaforingjar


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fundur hjá Rauðskinnum í dag

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 13. september 2016

Fyrsti fundur vetrarins hjá stúlknasveitinni Rauðskinnum var í dag. Við nýttum veðurblíðuna og vorum úti í alls konar leikjum og þrautum og skemmtum okkur konunglega. Sjá má myndir af fundinum á facebook síðu Hraunbúa. Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag, við verðum aftur úti þá svo verið klæddar eftir veðri.

Sjáumst!

Kolfinna, María, Thelma og Jóhanna sveitaforingjar

ATH  – sjá frétt um skráningu í Hraunbúa hér fyrir neðan. Mikilvægt er að skrá alla skáta í félagið.


Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Fundur hjá Rauðskinnum í dag

Skráning í Hraunbúa

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 13. september 2016

Skráning er loksins komin í lag, nú er eingöngu sótt um á
http://skatamal.is/felagatal/
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta vesen kann að hafa valdið.


Flokkur: Almennt | Comments Off on Skráning í Hraunbúa

Fyrsti fundur Rauðskinna 13. september

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 6. september 2016

Raimages_scout_cookinguðskinnur eru fálkaskátasveit í Hraunbúum fyrir 10-12 ára gamlar stelpur. Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn 13. september kl.18-19:15 og verða fundir í haust ávallt á þriðjudögum á þessum sama tíma.

Starfið í vetur verður fjölbreytt og skemmtilegt. Við verðum bæði inni og úti og þess vegna er mikilvægt að koma alltaf klæddur eftir veðri. Við förum í sveitarútilegu í skála einu sinni á hvorri önn ásamt því að fara í félagsútilegu. Starfið endar síðan á Vormóti Hraunbúa sem haldið er í Krýsuvík í byrjun hvers sumars. Annað sem við munum bralla saman í vetur verður meðal annars klifur, útieldun, ljósmyndamaraþon og margt, margt fleira.

Sveitaforingjar Rauðskinna í vetur eru Kolfinna og María. Þær eru 28 og 27 ára og hafa verið í skátunum frá unga aldri. Þær hafa verið sveitaforingjar í mörg ár og búa yfir mikilli reynslu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

María Björg Magnúsdóttir           maria(hjá)hraunbuar.is

Kolfinna Snæbjarnardóttir          kolfinna(hjá)hraunbuar.is


Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Fyrsti fundur Rauðskinna 13. september