Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Rauðskinnufundur 18/9

Foringi ritaði þann 19. september 2014

raudskinnur_merki_1Á þessum fundi var fyrsta wampum áskorun vetrarins kynnt fyrir stelpunum og þeim svo tilkynnt að næst á dagskrá væri útivera. Það kom nokkrum mikið á óvart að við ætluðum að hætta okkur út í rigninguna, þrátt fyrir annars hlýtt og stillt veður. Því var auðveldlega reddað með stuttri heimsókn í óskilamunina. Þegar út var komið glímdu stelpurnar við þraut sem innihélt þrjá diska og fimm skálar sem vildu ólmar færa sig á milli diskanna, en alls ekki gera það með neinni óreglu. Þegar þrautin hafði verið leyst með sóma var haldið aftur inn í þurran salinn þar sem skipt var í flokka. Flokkarnir völdu sér svo nöfn og hlutverk fyrir alla flokksmeðlimi. Þetta gekk misvel eftir flokkum en hófst á endanum.

Á næsta fundi verður meðal annars flokksþing þar sem næstu tveir flokksfundir verða skipulagðir.

Lesa alla frétt »


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Rauðskinnufundur 11/9

Foringi ritaði þann 12. september 2014

raudskinnur_merki_1Á fyrsta sveitarfundi vetrarins kynntumst við því hvernig tannbursta allir eiga, fórum í leiki, héldum æsispennandi blöðru-borðtennismót, sungum saman og kynntum okkur hvatakerfi Rauðskinna.

Á næsta fundi verður meðal annars skipt í flokka og er því mjög mikilvægt að sem flestar mæti.

20140911_181259

Rauðskinnur eru indíánar og þess vegna heita flokkarnir indíánanöfnum og skátarnir safna wampum. Indíánar Norður-Ameríku bjuggu til perlur úr skeljum sem þeir kölluðu wampum. Þessar perlur voru mjög verðmætar og voru notaðar í skart og skraut auk þess sem þær voru stundum notaðar eins og gjaldmiðill (peningar). Rauðskinnur, eins og aðrir indíánar, eru mjög hrifnar af wampum og vinna hart að því að safna því. Til að passa vel upp á ríkidæmi sitt, og sýna öðrum það, geyma þær wampumið sitt á leðuról um hálsinn. Það eru fimm mismunandi leiðir til að vinna sér inn wampum. Þær Rauðskinnur sem ná að safna sér að minnsta kosti helming alls wampum sem stendur þeim til boða fá næsta fálkaskátamerki (brons, silfur, gull, landnámsmerkið) í lok veturs.

falkaskatar_3-300x150Hægt er að fá wampum fyrir:
Skátafundi (á hverjum fundi):
– 1 fyrir að mæta
– 1 fyrir að vera með skátaklút (wampum reimin er nóg fyrir óvígða skáta)
– 1 fyrir að vera dugleg
Viðburði
Wampum áskoranir (nánar auglýst síðar)

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Skráning í Hraunbúa

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 11. september 2014

Eins og við öll vitum þurfa ALLIR sem ætla að taka þátt í skátastarfinu í vetur að skrá sig aftur, og sækja um niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ (allir 7-15 ára).

Hérna eru leiðbeiningar til að skrá sig í Hraunbúa.
NOTA BENE: Í leiðbeiningunum frá því í fyrra stendur að maður eigi að smella á gulan hnapp á hraunbuar.is til að skrá sig, en því miður erum við ennþá að vinna í því að fá þennan gula hnapp aftur (staðin fyrir landsmótsskráninguna). Þangað til verðið þið bara einfaldlega að smella HÉR.

Allt annað í leiðbeiningunum er ennþá í gildi.

Skráningarleiðbeiningar2014


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Skráning fyrir félagsútilegu opnuð!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 11. september 2014

Núna er búið að opna fyrir skráningu í félagsútileguna á viðburðaskráningunni á www.skatamal.is

Verð kemur á næstu dögum!

Kv,
Verkefnastjóri


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Félagsútilega!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 9. september 2014

IMG_6779
Helgina 26. – 28. September fer hin viðfræga félagsútilega Hraunbúa fram á Úlfljótsvatni.

TAKIÐ HELGINA FRÁ!

Undirbúningur er í fullum gangi, verð og þema verður tilkynnt á næstu dögum.

Nýkjörinn formaður foringjaráðs, hún Dóra Magnea Hermannsdóttir, tók einnig að sér að vera formaður félagsútilegunefndar:
dora@hraunbuar.is, sími: 662-6954.

Eins og alltaf bráðvantar okkur fleira fólk í undirbúningsnefnd, þannig að endilega hafið samband við Dóru og veitið hjálparhönd! Allir geta gert eitthvað!
Margar hendur vinna létt verk!

Fylgist með á www.hraunbuar.is á næstunni!


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Starfið byrjar á ný!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 31. ágúst 2014

523926_10151888957625263_1478363087_n

Núna er skátastarfið hjá Hraunbúum að byrja aftur eftir sumarfrí og í tilefni þess ætlum við að halda kynningardag fimmtudaginn 4. september næstkomandi frá klukkan 18:00 – 19:00 í Hraunbyrgi. Þar eru allir velkomnir að koma og kynnast skátastarfinu, hitta alla sveitarforingjana og skrá sig í skátana. Þar að auki verður boðið upp á pylsur og með því fyrir gesti og gangandi. Við vonumst til að sjá sem flesta ;)

Við vekjum athygli á því að ALLIR sem ætla að taka þátt í skátastarfinu í vetur verða að skrá sig aftur!Skráningarkerfið er tæmt á hverju sumri og þurfa því allir skátar, hvort sem þeir eru splunkunýjir eða ævafornir, að skrá sig aftur í kerfið.
Skráning er hafin á www.skatarnir.is

Við minnum einnig á að sækja um niðurgreiðslu hjá Hafnarfjarðarbæ, þegar búið er að skrá skátann í starfið. Það er gert á ,,mínum síðum” á www.hafnarfjordur.is og eru leiðbeiningar til þess hér: Skráningarleiðbeiningar2014

Fundartímar skátafunda í vetur eru eftirfarandi:
Hraunálfar (stelpur 7-9 ára), mánudögum 17:30-18:30
Grábræður (strákar 7-9 ára), þriðjudögum 17:30 – 18.30
Rauðskinnur (stelpur 10-12 ára), fimmtudögum 17:30-19:00
Riddarar (strákar 10-12 ára), miðvikudögum 17:30 – 19:00
Dróttskátar (blandað 13-15 ára), þriðjudögum 18:30 – 20:00
Rekkaskátar (blandað 16-18 ára), fimmtudögum 20:00
Róverskátar (blandað 19-22 ára), fimmtudögum 20:00

Fundirnir byrja mánudaginn 8.september.

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »