Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Félagsútilega Hraunbúa 2015

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 22. september 2015

plaggatFélagsútilega Hraunbúa 2015 fer fram helgina 25. – 27. september í Vindáshlíð í Kjós. Þemað að þessu sinni er Umhverfis jörðina á einni helgi og munum við ferðast frá einni heimsálfu til annarrar í trylltu fjöri, þrautum og leikjum. Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri. Að vanda verður mikið lagt upp úr þemanu og verður veitt viðurkenning fyrir besta búninginn, einstaklinga og flokka!

Félagsútilegur eru mikið ævintýri og er í mörg horn að líta. Við viljum bjóða foreldrum upp á tækifæri til þess að rétta okkur hjálparhönd og samtímis fá tækifæri til að upplifa gleðina með okkur. Ef þið hafið áhuga á að koma í heimsókn í lengri eða skemmri tíma viljum við biðja ykkur að fylla út þessa könnun svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir. Ferðin kostar einungis 3.000 krónur fyrir þá sem hjálpa til!


Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Fyrsti drekaskátafundurinn

Guðni Gí­slason ritaði þann 9. september 2015

10623913_10156003199400263_1259428037880303967_oFyrsti drekaskátafundurinn var sameiginlegur hjá Grábræðrum og Rauðúlfum. Claus Hermann Magnússon sveitarforingi Grábræðra og Guðni Gíslason sveitarforingi Rauðúlfa hittu gamla og nýja félaga. Farið var í skemmtilegan kynningarleik, sungið og að sjálfsögðu var farið í Rauða blómið. Næsta miðvikudag verður farið í hellaferð, Kíkt í Fosshelli og Rauðshelli í Helgadal. Mæting ofan við Kaldársel. Foreldrar velkomnir með. Fundurinn verður þá í lengra laginu en örugglega þess virði. Munið vasaljós og hjálma.


Flokkur: Grábræður, Rauðúlfar | Engin svör »

Skátastarfið að fara í gang

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 7. september 2015

IMG_8201Skátastarfið hjá Hraunbúum er að byrja aftur eftir sumarfrí. Hér koma nokkur praktísk atriði, annars vegar varðandi skráningu og hins vegar varðandi fundartíma í vetur.

Skráning
Skráningin er í tvennu lagi, annars vegar þarf að byrja að skrá sig í félagatal skátanna með því að ýta á gula hnappinn (Skátarnir – skráðu þig hér) hér uppi í hægra horninu. En þar sem félagatal er núllstillt á hverju sumri þá þurfa allir að skrá sig inn þegar nýtt starfsár hefst, bæði núverandi skátar og nýliðar.

Síðan þarf að skrá sig inn í gegnum Hafnarfjarðarbæ og er greiðsluleiðin valin þar inni. Þar er einnig hægt að hakað við ef nýta skal niðurgreiðslu hjá Hafnarfjarðarbæ. En Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir allt að tvær tómstundir eða íþróttagreinar sem barnið tekur þátt í. Þetta  er gert á ,,mínum síðum” á www.hafnarfjordur.is.

Fundartímar skátafunda í vetur eru eftirfarandi:
Hraunálfar (stelpur 8-9 ára), mánudögum 16:30-17:30
Grábræður (strákar 8-9 ára), miðvikudögum 17:30-18:30
Rauðúlfar (strákar 8-9 ára), miðvikudögum 17:30-18:30

Rauðskinnur (stelpur 10-12 ára), þriðjudögum 17:30-19:00
Riddarar (strákar 10-12 ára), mánudögum 17:30 – 19:00

Dróttskátar (blandað 13-15 ára), fimmtudögum 19:30 – 21:00
Rekkaskátar (blandað 16-18 ára), auglýst fljótlega!
Róverskátar (blandað 19-22 ára), auglýst fljótlega!

Fundirnir byrja þriðjudaginn 8.september.

Hlökkum til vetrarins með ykkur!

Skátakveðja


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Opið hús hjá Hraunbúum

Foringi ritaði þann 2. september 2015

Opið hús næsta mánudag hjá skátunum. Taktu vini eða vinkonur með og kynntu þeim fyrir skátastarfinu! Margt spennandi framundan, t.d. Landsmót á næsta ári og fleira skemmtilegt!

ad

Facebook viðburðir fyrir yngri og eldri.


Flokkur: Almennt | Comments Off on Opið hús hjá Hraunbúum

Lost in the Lava – 28.-30. ágúst

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. ágúst 2015

lost-in-lavaViltu láta reyna á þolmörkin? Hefur þú það sem til þarf? Ertu á aldrinum 15-25 ára?

Sannaðu fyrir sjálfum þér að þú höndlir erfiðar aðstæður! Taktu þátt í áskoruninni Lost in the Lava, einu áskorun sinnar tegundar á Íslandi!

Nánari upplýsingar um markmið, staðsetningu, búnað og umsóknarferli má finna hér

Þátttökugjald: 7.900 kr.

Innifalið í mótsgjaldi er:

  • Mótsbolur
  • Mótsklútur
  • Mótsmerki*
  • Matur síðasta daginn

*Aðeins þeir sem klára mótið fá merkið

Allar upplýsingar veita:

Amalia Bohateret, viðburðastjóri, amaliabo14@hotmail.com, sími 852 5008

Rúnar Geir Guðjónsson, skipuleggjandi, runar@hraunbuar.is, sími 615 4020


Flokkur: Almennt | Comments Off on Lost in the Lava – 28.-30. ágúst

Útilífsskóli Hraunbúa – fullbókað í næstu viku

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 6. ágúst 2015

Síðasta Útilífsskólanámskeiðið á þessu sumri hefst næsta mánudag. Þá erum við bæði með aldurshópinn 8-12 ára og svo Grallaranámskeið sem er aldurshópurinn 6-7 ára. Þessi námskeið eru alltaf jafn vinsæl hjá okkur og var því flótt að fyllast á þessi námskeið. Við erum nú þegar komin með biðlista en ykkur er velkomið að bæta ykkar barni á listann með því að senda tölvupóst á utilifsskoli@hraunbuar.is með nafn á barni, aldur, kennitölu og upplýsingar um forráðamenn. Við munum síðan hafa samband ef eitthvað losnar.


Flokkur: Almennt, Útilí­fsskóli | Comments Off on Útilífsskóli Hraunbúa – fullbókað í næstu viku