Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Sumardagurinn fyrsti!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 21. apríl 2016

Til hamingju með daginn allir saman! Okkur í Hraunbúm hlakkar til að eyða deginum með ykkur í Hafnarfirði!
Það verður nóg að gerast í Hafnarfirði í dag:
13:00 – Skátamessa hefst í Víðistaðakirkju.
13:45 – Skrúðgangan leggur af stað frá Víðistaðakirkju og endar við Thorsplan.
14:10-16:00 – Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í boði Skátafélagsins Hraunbúa!
Alda Dís, Einar Mikael, Íþróttaálfurinn, hoppukastali, kassaklifur, pylsur, candyfloss, það verður allt að gerast á Thorsplani í dag!


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Sumardagurinn Fyrsti!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 18. apríl 2016

Eins og alþjóð veit er Sumardagurinn fyrsti næsta fimmtudag og að venju ætla Hraunbúar að halda upp á daginn með pompi og prakt!

Dagskrá dagsins er svo hljóðandi:

11:00 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni, keppt verður í 6 aldursflokkum.

13:00 Skátamessa í Víðistaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju niður á Thorsplan.

14:00 Fjölskyldudagsskrá hefst á Thorsplani í umsjón Skátafélagsins Hraunbúa.

14:05 Lúðrasveit tekur nokkur lög og setur dagsskránna.

14:10 Atriði úr leikritinu Góði dátinn Svejk.

14:20 Hinn magnaði Einar Mikael töframaður sýnir listir sínar áður enn hann leggur sprotann á hilluna.

14:40 Hin glæsilega Alda Dís, sigurvegari Ísland Got Talent 2015 og þátttakandi í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, syngur sín bestu lög.

15:00 Íþróttaálfurinn og Solla Stirða munu leika á alls oddi og sýna kúnstir sínar.

15:40 AKA Sinfónían, sigurvegarar hljómsveitarkeppninnar Bæjarbandið 2015, mun ljúka dagsskránni og trylla lýðinn.

Kynnir er rithöfundurinn, leikarinn og skemmtikraftur með meiru, Gunnar Helgason.

Utan dagskrár prógramm í boði Skátafélagsins Hraunbúa

Kassaklifur

Andlitsmálun

Hoppukastali

Kandýfloss sala

Pylsugrill

Kökubasar

Við ætlum að fjölmenna í skátamessuna í Víðisstaðakirkju kl.13:00 og hvetjum svo alla skáta til að mæta og taka þátt í skrúðgöngunni eftir messuna.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Páskafrí!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 23. mars 2016

Komið þið sælir kæru skátar, foreldrar og forráðamenn!
Daganna 21. – 28. mars er páskafrí hjá Hraunbúum og því falla allir sveitarfundir sem eru þá daga niður. Okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur eftir páska!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Páskafrí!

Páskabingó Hraunbúa 2016

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 16. mars 2016

Mánudaginn 21. mars næstkomandi munu Hraunbúar halda sitt árlega Páskabingó!
Í ár mun allur ágóði af bingóinu fara til landsmótsfara í Hraunbúum til að niðurgreiða kostnað á mótið.

Bingóið byrjar stundvíslega kl. 19:30.

Verð fyrir bingóspjöld:
Eitt spjald 500kr
Tvö spjöld 800kr
Þrjú spjöld 1000kr
Posi verður á staðnum.

Sala veitinga af kaffihlaðborði verður í hléi. Hægt verður að borga fyrir veitingar við innganginn um leið og bingóspjöldin eru keypt.

Verð á kaffihlaðborð:
Barn undir fermingu: 500kr
Fullorðinn: 1000kr
Fjölskylduverð: 2500kr

Söfnun vinninga er farin í gang og við eigum von á að þeir verði ekki af verri endanum, frekar en fyrri árin.

Mætið tímanlega til að tryggja ykkur bingóspjöld og góð sæti. Allir velkomnir. Sjáumst hress!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Páskabingó Hraunbúa 2016

Aðalfundur Hraunbúa

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 2. mars 2016

Þann 18. febrúar síðast liðinn fór fram aðalfundur skátafélagsins Hraunbúa. Farið var yfir ársskýrslu Hraunbúa og ársreikninga. Umræður fóru fram um ársskýrsluna og ársreikningarnir voru samþykktir einróma af fundarmönnum. Ný stjórn var kosin og urðu þær breytingar á að Berglind Mjöll Jónsdóttir kemur inn fyrir Guðrúnu Stefánsdóttur sem aðstoðarfélagsforingi. Birgir Snær Guðmundsson kemur inn fyrir Þórð Inga Bjarnarson sem gjaldkeri og Sigurrós Arnardóttir kemur inn sem meðstjórnandi fyrir Arnar Inga Guðnason. Einnig urðu breytingar innan stjórnar og skipta þau Sigríður Júlía Bjarnadóttir og Rúnar Geir Guðjónsson um sæti. Rúnar tekur því við stöðu ritara og Sigríður við stöðu meðstjórnanda. Nýkjörin stjórn Hraunbúa starfsárið 2016-2017 lítur því svo út:

Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir félagsforingi
Berglind Mjöll Jónsdóttir aðstoðarfélagsforingi
Rúnar Geir Guðjónsson ritari
Birgir Snær Guðmundsson gjaldkeri
Sigríður Júlía Bjarnadóttir meðstjórnandi
Bjarni Freyr Þórðarson meðstjórnandi
Sigurrós Arnardóttir meðstjórnandi
1. varamaður: Guðrún Stefánsdóttir
2. varamaður: Steinunn Guðmundsdóttir

Að lokum var kosið í nefndir.


Flokkur: Almennt | Comments Off on Aðalfundur Hraunbúa

Óskilamunir!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 1. mars 2016

Gífurlegt magn af óskilamunum er nú í anddyri Hraunbyrgis. Við viljum biðja alla að kynna sér þá vel og athuga hvort þarna leynist peysan, húfan, úlpan eða skóparið sem saknað hefur verið svo lengi! Þeir óskilamunir sem rata ekki aftur til eigenda sinna verða sendir í Rauða Krossinn, og mun það gerast þann 9. mars.


Flokkur: Almennt | Comments Off on Óskilamunir!