Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 3. mars 2015

Það reyndi heldur betur á athyglisgáfuna hjá Hraunálfunum á seinasta fundi .

Við fórum í alls konar Kíms- leiki sem ganga út á að vera mjög klár í eftirtekt á ýmsa vegu

Næst munum við vera með handavinnufund. Komið með prjónadót, saumadót, föndur eða hvað eina sem ykkur langar að gera á þessum handavinnu fundi.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 25. febrúar 2015

Nú var komið að lýðræðisleik hjá okkur þar sem þrjú næstu fundar -verkefni voru ákveðin

Það verða kíms – leikjafundur næst  Allir að koma með hausinn í lagi á þann fund.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunbúar 90 ára!

Una Guðlaug Sveinsdóttir ritaði þann 20. febrúar 2015

hbuar-logo-stort1

Skátafélagið Hraunbúar var stofnað þann 22. febrúar árið 1925 og er það á meðal elstu skátafélaga landsins. Á þessu ári fögnum við 90 ára afmæli okkar og þeirri ríku skátahefð sem einkennt hefur Hafnarfjörð í öll þessi ár.
Til að hefja afmælisárið bjóðum við til fögnuðar í skátaheimilinu Hraunbyrgi, Hjallabraut 51 í Hafnarfirði sunnudaginn 22. febrúar 2015. Húsið opnar kl. 14:00 og hefst formleg dagskrá hálftíma síðar. Kaffi, kökur, tónlist og ræðuhöld verða á sínum stað en einnig munu skátar og foringjar í félaginu standa fyrir uppákomum. Sýning verður á gömlum munum og myndum! Gert er ráð fyrir að fögnuði ljúki kl. 17:00.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagna með okkur.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 17. febrúar 2015

Það var fánafundur hjá okkur seinast

Við lærðum fánahnút, hvernig fáninn er brotinn saman og hvað litirnir tákna í fánanum okkar

Svo súrruðum við líka nokkur lítil indíjánatjöld. Næst er það lýðræðisleikur


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Tískusýning hjá Hraunálfum

Foringi ritaði þann 11. febrúar 2015

Það var heldur betur líf í tuskunum á tískusýningu Hraunálfa ,

svo dönsuðum við og fórum í leiki .

Mjög hressandi fundur. Næsti fundur verður fánafundur, hvað er nú það ?


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Rauðskinnufundur 5/2

Foringi ritaði þann 8. febrúar 2015

raudskinnur_merki_1Að þessu sinni föndruðum við á sveitarfundi. Vekefnið var að búa sér til hnút á skátaklútinn. Ýmsar leiðir voru í boði til þess, meðal annars perlur, bönd, leður og efni.

Flokkarnir fóru líka betur yfir hlutverk innan flokksins og skipulögðu næstu tvo flokksfundi.

Í næstu viku sjá flokkarnir sjálfir um fundinn sinn.

Pokarottur ætla að byggja dýnuvirki úti í Smiðju
Fjaðrir ætla að koma með tónlistargræjur og halda danspartý uppi í skátaherbergi
Trítlur ætla að byggja dýnuvirki inni í sal, vera í náttfötum og spila.

Í næstu viku verður næsta Wampum áskorunin kynnt.


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »