Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Lost in the Lava – 28.-30. ágúst

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. ágúst 2015

lost-in-lavaViltu láta reyna á þolmörkin? Hefur þú það sem til þarf? Ertu á aldrinum 15-25 ára?

Sannaðu fyrir sjálfum þér að þú höndlir erfiðar aðstæður! Taktu þátt í áskoruninni Lost in the Lava, einu áskorun sinnar tegundar á Íslandi!

Nánari upplýsingar um markmið, staðsetningu, búnað og umsóknarferli má finna hér

Þátttökugjald: 7.900 kr.

Innifalið í mótsgjaldi er:

  • Mótsbolur
  • Mótsklútur
  • Mótsmerki*
  • Matur síðasta daginn

*Aðeins þeir sem klára mótið fá merkið

Allar upplýsingar veita:

Amalia Bohateret, viðburðastjóri, amaliabo14@hotmail.com, sími 852 5008

Rúnar Geir Guðjónsson, skipuleggjandi, runar@hraunbuar.is, sími 615 4020


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Útilífsskóli Hraunbúa – fullbókað í næstu viku

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 6. ágúst 2015

Síðasta Útilífsskólanámskeiðið á þessu sumri hefst næsta mánudag. Þá erum við bæði með aldurshópinn 8-12 ára og svo Grallaranámskeið sem er aldurshópurinn 6-7 ára. Þessi námskeið eru alltaf jafn vinsæl hjá okkur og var því flótt að fyllast á þessi námskeið. Við erum nú þegar komin með biðlista en ykkur er velkomið að bæta ykkar barni á listann með því að senda tölvupóst á utilifsskoli@hraunbuar.is með nafn á barni, aldur, kennitölu og upplýsingar um forráðamenn. Við munum síðan hafa samband ef eitthvað losnar.


Flokkur: Almennt, Útilí­fsskóli | Engin svör »

Drekaskátamót 2015

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 3. júní 2015

Þá er komið að Drekaskátamótinu 2015 sem haldið verður núna um helgina!

Foreldrar þurfa að keyra börnin á Úlfljótsvatn og sækja þau á sunnudeginum. Mæting á svæðið er kl. 10:00 og verður mótið sett kl. 12:30. Mótsslit verða á sunnudeginum kl. 15:10.
Því mælum við með því að sameinast í bíla, gott væri að hittast í Hraunbyrgi kl. 08:30 til að sameinast í bíla og hægt væri þá að sjá hverjir gætu sótt á sunnudeginum.

Viljum við rétt minna á útbúnaðarlista fyrir þá sem munu halda á Úlfljótsvatn um helgina
Hér kemur smá uppkast af útbúnaðarlista sem gott er að hafa til handar ATH hann er ekki tæmandi:

-Ullarnærföt eða eitthvað sambærilegt
-Góðir gönguskór. Ekki strigaskór
-Flísbuxur eða göngubuxur
-Góð peysa. Ull eða flís + auka
-Góða ullarsokka + auka
-Húfa og vetlingar + auka
-Utanyfirjakki og buxur (regnföt)
-Svefnpoki og dýna, þunnu varmadýnurnar eru góðar.
-Koddi
-Tannbursti, tannkrem og þess háttar fyrir hreinlætið
-Sundföt og handklæði
-Myndavél
-Nesti fyrir ferðina (nema kvöldverð og kvöldnarsl á laugardagskvökdinu)
-Létt teppi
-Vatnsbrúsi
-Skátaklútur
-Góða skapið

Ekki þarf að taka með tjöld, Hraunbúar munu sjá fyrir því.

Mótsgjaldið er 4500 kr. og þeir sem ekki hafa borgað geta gert það í Hraunbyrgi eða lagt inn á reikning.

Rn. 327-26-7029
Kt. 640169-7029

Hlökkum til að sjá alla! :D


Flokkur: Almennt | Comments Off on Drekaskátamót 2015

Skráning í Útilífsskólann í sumar er hafin

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 26. maí 2015

DSCI0180Við höfum opnað fyrir skráningu í ÚTILÍFSSKÓLA HRAUNBÚA. Þessi námskeið hafa alltaf verið jafn vinsæl hjá okkur og hvetjum við foreldra til að vera fljót að skrá börnin sín til að tryggja sér örugg pláss.

Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Við leggjum metnað okkar í þétta, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt því að sinna einstaklingnum vel.

Lögð er áhersla á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni. Meðal viðfangsefna er sund, stangveiði, sig, klifur, náttúruskoðun, kanó, rötun, útieldun, skátaleikir og margt, margt fleira. Mismunandi dagskrá er á námskeiðum. Uppbygging námskeiðsins er þannig að þátttakendum er skipt í 4-6 manna flokka sem svo vinna í sameiningu að markmiðum sínum í skólanum.

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á tvenns konar námskeið, Útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára og Grallaranámskeið fyrir 6-7 ára.

Upplýsingar: Starfssvæði sumarnámskeiða Hraunbúa er í Hafnarfirði. Dagskrá stendur yfir frá kl. 10.00 til 16.00. Boðið eru upp á gæslu í klukkutíma fyrir og eftir námskeið og er hún innifalin í verði.

Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins og útilegunnar í upphafi námskeiðs. Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Hægt er að greiða með kreditkorti við skráningu, eða millifæra í heimabanka: kt: 6401697029, banki: 327-26-7029 og nafn þátttakanda í skýringu. Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting.

haust 2010 161Dagsetningar í boði:
22. – 26. júní (útilega)
29. júní – 3. júlí (dagsferð + grallaranámskeið)
6. – 10. júlí (útilega)
20. – 24. júlí (útilega)
10. – 14. ágúst (dagsferð + grallaranámskeið)

Skráning hér

 

 


Flokkur: Almennt | Comments Off on Skráning í Útilífsskólann í sumar er hafin

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 24. maí 2015

IMG_8201Seinasti fundur vetrarins var í síðustu viku. Næst á dagskrá er Drekaskátamót sem verður haldið á Úlfljótsvatni 6.-7. júní. Skráningunni hefur verið lokað.

Það eru komnar mjög skemmtilegar myndir af starfi vetrarins hjá Hraunálfunum inn á facebook síðu skátafélagsins, við viljum hvetja alla til að skoða það.

Takk kærlega fyrir samveruna í vetur,
Sigríður Júlía, Bettý, Birta Diljá og Einar Daði


Flokkur: Hraunálfar | Comments Off on Hraunálfafréttir

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 6. maí 2015

Það var nú aldeilis gaman í fjöruferðinni okkar

Hún Hulda sem var að prufa að vera í skátunum fann flöskuskeyti frá Kína

Við létum google þýða það fyrir okkur og skilaboðin voru ósk um frið fyrir alla á jörðinni

Þetta var ekki fjöruferð til einskis.

Næsti fundur verður Júlóvisjón söngvakeppni . Svo minni ég á Drekaskátamótið sem haldið verður á Úlfljótsvatni 6-7. júní

Skráning á skatar@skatar.is viðburðir. fyrir 15. maí.


Flokkur: Almennt | Comments Off on Hraunálfar