Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Rauðskinnufundur 20/11

Foringi ritaði þann 21. nóvember 2014

Að þessu sinni voru flokksfundirnir haldir með aðeins öðruvísi sniði. Þar sem einn foringinn var veikur þurftu tveir flokkar að deila henni Bellu á milli sín. En Fjaðrir föndruðu og Trítlur grilluðu sykurpúða á meðan að Pokarottur klifruðu í klifurveggnum úti í Smiðju.

10444680_10154837537415263_1739184661656356275_n

Á næsta fundi eru aftur flokksfundir.
Fjaðrir ætla að halda náttfatapartý og spila
Pokarottur ætla að búa til ís
Trítlur ætla að tálga.

Eru ekki allir að æfa hnútana í nýjustu Wampum-áskoruninni? Sjá nánar um það í síðustu frétt. 

Sjáumst í dagsferðinni :)


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Riddarafundur 19.11

Foringi ritaði þann 19. nóvember 2014

Riddarar_12Í dag var Sveitarfundur Riddara. Það átti að vera flokksfundur en vegna veikinda aðstoðarforingja var ákveðið að halda Sveitarfund. Fundurinn byrjaði á smá skotbolta, svo var smá kynning á hvernig skal nota áttavita. Endaði fundurinn svo á að Riddarar leystu smá verkefni með hjálp áttavita.

 

Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt, Riddarar | Engin svör »

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 19. nóvember 2014

Það var aldeilis líf í tuskunum á seinasta fundi hjá okkur, við vorum nefnilega að búa til tuskudúkkur !

Næsti fundur verður tileinkaður okkar fjórum skátalaga-greinum sem eru : Skáti er glaðvær, skáti er traustur ,skáti er náttúruvinur og skáti er hjálpsamur


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Vormótsnefnd 2015

María Björg Magnúsdóttir ritaði þann 13. nóvember 2014

Hið sívinsæla Vormót Hraunbúa verður að sjálfsögðu á sínum stað í júníbyrjun 2015. Verið er að manna vormótsnefndina sem sér um skipulagningu og framkvæmd mótsins. Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þeirri skemmtilegu og spennandi vinnu þá væri það vel þegið. Áhugasamir sendi tölvupóst á maria@hraunbuar.is.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Rauðskinnufundur 13/11

Foringi ritaði þann 13. nóvember 2014

Í dag var haldinn sveitarfundur. Flokkarnir kepptu í því hverjar eru flinkastar í að leika, teikna, útskýra og giska. Næstu þrír flokksfundir voru skipulagðir. Næsta Wampum áskorinin var líka kynnt (smellið á „lesa alla frétt“ til að skoða).

Á næsta fundi verða flokksfundir
Fjaðrir ætla að föndra
Pokarottur ætla í klifur
Trítlur ætla að grilla sykurpúða

10410641_10154811028465263_4558496887213509766_n

Dagsferð 

Laugardaginn 22. nóvember ætla Rauðskinnur saman í dagsferð. Fyrst verður farið í stutta óvissuferð en svo á skauta í Laugardalnum. Þar munum við líka gæða okkur á pizzum saman. Mæting er í Hraunbyrgi klukkan 12:00 og áætluð heimkoma á sama stað klukkan 17:00.
Ferðin kostar 1.500 kr. en innifalið í því er aðgangur á skauta, skautaleiga, pizza og strætóferðir.
Mjög mikilvægt er að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 20. nóvember inn á viðbuðraskráningu skátanna.

Munið líka eftir stjörnukvöldvökunni :)

Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt, Rauðskinnur | Engin svör »

Riddarafundur 12.11.2014

Foringi ritaði þann 12. nóvember 2014

Í dag var flokksfundur hjá Riddurum.

Léttfetar skrifuðu flöskuskeyti sem þeir ætla svo að senda á sjó í næstu viku.

Krossfarar gerðu gifsstyttur og í næstu viku ætla þeir að búa til diet coke og mentos sprengju.

Kastalabúar fóru í vatnsblöðru slag og ætla að gera gifsgrímur í næstu viku.

Drekar lærðu að kveikja eld með stál og tinnu. Í næstu viku ætla þeir að baka köku.

Dagsferð 

Laugardaginn 15. nóvember ætla Riddarar að hittast upp í Hraunbyrgi og gera sér glaðan dag. Á dagskránni var að fara í dagsferð, en Ferðamenn (hlutverk innan hverrs floks) ákváðu að þeir vildu frekar horfa á mynd í Hraunbyrgi. Á dagskránni er því að horfa á mynd en fyrst verður farið í smá leik úti. Því þurfa allir að vera klæddir eftir veðri. Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn og gos og nammi er leyft, þó í hóflegu magni. Dagskráin byrjar kl 13:00 á laugardinn 15. og lýkur kl 17:00.

15. nóv, vel klædd, 13-17, nammi og gos leyft.

2014-11-12 18.35.212014-11-12 18.36.23 2014-11-12 18.40.47

Kv. sveitaforingjar


Flokkur: Almennt, Riddarar | Engin svör »