Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Sumardagurinn fyrsti!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 15. apríl 2014

IMG_4641

Fimmtudaginn 24.apríl næstkomandi halda Hraunbúar sumardaginn fyrsta hátíðlegan.

Eins og venjan er sjá skátarnir að stórum hluta um hátíðarhöld dagsins og ætla því allir Hraunbúar, sem og aðrir skátar, að mæta niður í bæ í skátabúning, með klút og taka þátt og hjálpa til :)

Við byrjum í skátamessu í Víðisstaðakirkju kl.13:00 og höldum svo í skrúðgöngu niður á Thorsplan kl.13:45 þar sem skemmtidagskrá á sviði byrjar kl.14:00 og verður til 16:00 ásamt allskonar skátaskemmtun á borð við kassaklifur, andlitsmálning, candy-floss, pylsu- og sælgætissölu og mart fleira.

Kynnir á sviði verður Matthías Freyr Matthíasson, leikari.

ATH: Dagskráin er birt með fyrirvara, þar sem að hún gæti tekið örlitlum breytingum.

13:00 – Skátamessa í Víðisstaðakirkju
13:45 – Skrúðganga leggur af stað frá Víðisstaðakirkju og fer niður á Thorsplan (sjá Skrúðgönguleið)
14:00 – Skemmtidagskrá hefst á Thorsplani. Lúðrasveit tónlistarskóla Hafnarfjarðar tekur lagið
14:15 – Kór Flensborgarskóla
14:30 - Leikhópurinn “Gengin af Göflurunum?” sýnir atriði úr Litlu hryllingsbúðinni, Grease o.fl.
14:50 – Fjöllistamaður leikur sér að eldi!
15:00 – Ingó Veðurguð með kassagítarinn kemur öllum í sumarskapið!
15:20 - Skærasta kántrí-stjarna Færeyja, Hallur Joensen og félagar, kemur fram
15:40 – Endir á dagskrá á sviði – Kassaklifur, candy-floss-, pylsu- og sælgætissala, útileikir og fleira skátafjör á Thorsplani frá 14:00 – 16:00

Við vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í dagskránni með okkur þennan dag :)

Kv,
Skátafélagið Hraunbúar

Skrúðgönguleið sumardaginn fyrsta 2013, frá Víðisstaðakirkju að Thorsplani.Skrúðgönguleið sumardaginn fyrsta 2013, frá Víðisstaðakirkju að Thorsplani.

Skrúðgönguleið sumardaginn fyrsta 2014, frá Víðisstaðakirkju að Thorsplani.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Páskafrí

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 8. apríl 2014

Easter-Eggs-1

Vikuna 14. – 21. apríl fara Hraunbúar í páskafrí og verða því engir skátafundir í Hraunbyrgi þá vikuna.

Fundir byrja svo aftur á venjulegum tímum þriðjudaginn 22.apríl.

Gleðilega páska!

- Skátafélagið Hraunbúar


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Páskabingó Hraunbúa!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 2. apríl 2014

Páskaegg_jpg_800x1200_q95
Miðvikudaginn 9. apríl næstkomandi munu Hraunbúar halda sitt árlega Páskabingó.

Bingóið byrjar stundvíslega kl. 19:30 og endist fjörið til kl. 21:30 (með pásu).

Bingóspjaldið kostar 500kr en þrjú spjöld verða á 1200kr.

Stórglæsilegir vinningar eru í boði í ár, hvorki meira né minna en: Riverrafting fyrir tvo frá Arctic Adventures, stórglæsilegur vinningur frá Fjallakofanum, Páskaegg, Gjafabréf fyrir mini-golf frá skemmtigarðinum ásamt vinningum frá Morgunblaðinu, Fjarðarkaupum, tjaldsvæðinu Hömrum, Súfistanum, Bóksölu stúdenta og mörgum fleirum.

Dróttskátasveitin Castor verður með kakó og kökusölu til styrktar ferðar sinnar á Landsmót skáta í sumar. Allur ágóði af bingóinu fer í að borga niður sameiginlegan kostnað á Landsmót.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta!


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Næsti fundur Ds. Castor 26. mars

Foringi ritaði þann 24. mars 2014

Á miðvikudaginn næsta verður fundurinn með breyttu sniði.
Við ætlum að fara í Bogfimisetrið!!!
Við ætlum að hafa mætingu upp í Bogfimisetrið, ekki Hraunbyrgi, klukkan 18:45, tíminn okkar hefst á slaginu 19:00 og við verðum til 20:00.
Þeir sem ætla að mæta verða að vera búnir að skrá sig fyrir miðnætti í dag, mánudag. Skráning er inni á Viðburðaskráningunni á skatar.is og má finna uppi í vinstra horni síðunnar. Skátarnir þurfið ekki að borga neitt, bara að mæta og brosa.
Þið verðið sjálf að koma ykkur þangað og til baka, þannig endilega hópist saman í bíla.

Sjáumst þar.

-Foringjar


Flokkur: Almennt, Ds. Castor, Sveitir, Viðburðir | Comments Off

Riddarar í Hverahlíð

Foringi ritaði þann 17. mars 2014

442484-Cartoon-Boy-Crushed-Under-A-Heavy-Hiking-BackpackUm helgina fóru 10 Riddarar ásamt sveitarforingja, sérlegum hjálpara og nýju sjálfboðaliðunum okkar í sveitarútilegu í Hverahlíð.

Vegurinn upp að skálanum er ófær eftir vetrarveðrin og þurftu því allir að ganga með allan farangurinn sinn frá Krýsuvíkurveginum. Sem betur fer kom Gummi á stóra bílnum sínum og skutlaði matnum, vatninu, eldiviðnum og fleiru upp að skálanum.

Á föstudagskvöldinu fóru strákarnir út fyrir háttinn til að fá leyfi hjá Hverahlíðardraugnum til að fá að gista í friði í skálanum, við nennum ekki að láta drauginn vekja okkur og stela matnum okkar.

 

Fyrir hádegi á laugardag útbjuggum við tímahylki og fórum í göngu og földum það. Leiðbeiningar um hvernig hægt er að finna það eru í umslagi sem Riddar árið 2024 mega opna. Þegar gengið var heim að skálanum var ljóst að við vorum að fá gesti. Um 20-30 manna gönguhópur úr Fjölbraut við Ármúla fékk að nota skjólið á pallinum og að kíkja á Höllina til að pústa aðeins á leið sinna að Stóra-Lambafelli. Í hádegismat voru grillaðar pulsur, í venjulegu samlokubrauði. Foringjarnir voru ekki alveg að standa sig og gleymdu pulsubrauðunum í Hraunbyrgi. Lesa alla frétt »


Flokkur: Útilegur, Riddarar, Sveitir | Comments Off

Riddarafundur 12.mars

Foringi ritaði þann 12. mars 2014

Í dag var skipulagsfundur fyrir sveitarútilegu Riddara dagana 14-16. mars. Skráníng líkur fimmtudaginn kl 23:00 og því er gott að allir séu búnir að skrá sig fyrir þann tíma. Endilega sendið mér spurningar ef þið hafið einhverjar.

Í lok fundar var svo farið í skotbolta og gulrótaleikinn.

Skátakveðja Kári Riddaraforingi.

Riddara-logo


Flokkur: Almennt | Comments Off