Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Rauðskinnufundur 25/9

Foringi ritaði þann 26. september 2014

raudskinnur_merki_1Sigurdís fréttaritari Trítla hafði þetta um sveitarfundinn að segja:

Í dag skipulögðum við næstu tvo [flokks]fundi. Svo æfðum við skemmtiatriði fyrir félagsútileguna. Og svo sungum við auðvitað Bræðralagssönginn.

Á næsta fundi sjá flokkarnir sjálfir um dagskrána (með smá hjálp frá foringjum)

Fjaðrir ætla að baka brúnköku
Trítlur ætla að poppa yfir eldi og fara í sardínufeluleik
Pokarottur ætla að senda póstkort til útlanda og búa til lukkudýr flokksins

Sjáumst hressar í félagsútilegunni!


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Inneignir

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. september 2014

Eins og við minntumst á síðasta vor eru allar inneignir núllstilltar á haustin og þær látnar renna til félagsins, nema skátarnir óski eftir því að þær séu endurgreiddar.

Núna erum við að fara að núllstilla inneignirnar frá síðasta vetri (2013-14) og er því síðasti séns að annaðhvort nýta hana í félagsútilegugjaldið eða biðja um endurgreiðslu. Ef þið hafið áhuga á því, sendið þá póst á hraunbuar@hraunbuar.is og óskið eftir því.

EFTIR HELGI VERÐA ALLAR INNEIGNIR NÚLLSTILLTAR OG RENNA BEINT TIL FÉLAGSINS.

Kv,
Hraunbúar

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Félagsútilega um helgina!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. september 2014

Kæru foreldrar / forráðamenn                                                        24.september 2014

Félagsútilega Hraunbúa helgina 26.-28. September.
Hin árlega félagsútilega Hraunbúa er að skella á. Útilegan verður haldin dagana 26.-28. September. næstkomandi og þemað að þessu sinni er STAR WARS. Félagsútilega er fyrir alla skáta að undanskyldum Drekaskátum.. Að þessu sinni er ferðinni heitið á Úlfljótsvatn. Farið verður með rútum frá skátaheimilinu Hraunbyrgi föstudaginn 26.september, mæting er kl. 18:30 í skátaheimilið og lagt verður stundvíslega af stað kl 18:45. Áætluð heimkoma sunnudaginn 28.september er  kl. 15:00. Gist verður í kojum. Kyrrð verður kl.23:00 annað kvöldið og á miðnætti hitt. Ræs á morgnanna verður kl.8:00. Allur matur er innifalinn í verðinu. Mikilvægt er þó að skátarnir verði búnir að borða fyrir brottför, því að það verður ekki kvöldmatur við komu á Úlfljótsvatn heldur bara kvöldkaffi. Gott símasamband er á staðnum, en ekki er mælt með því að skátarnir séu mikið í símanum. Stór hluti af markmiðinu við að fara í útilegu er að læra að vera sjálfstæður skáti J Ef eitthvað kemur upp á er hægt að hafa samband við sveitarforingja og aðra tengiliði Hraunbúa (uppl. neðst á blaðinu).

Kostnaður við ferðina er kr. 8000 og er innifalið rútur, gisting, allur matur og dagskrárefni.
Greiðslu þarf að vera lokið fyrir brottför.
Gjald þetta má greiða með kreditkorti við skráningu, á skrifstofu Hraunbyrgis, og einnig má millifæra á reikning nr. 0327-13-3125, kt. 640169-7029 og senda staðfestingu á hraunbuar(hjá)hraunbuar.is með “(nafn skáta)-félagsútilega” sem skýringu.

INNEIGNIR:
Ef þess er óskað að nýta gamla inneign til að greiða mótsgjaldið þarf að senda email á hraunbuar@hraunbuar.is og biðja um það.

Skráning
Skráning fer fram á vefnum í gegnum viðburðarskráningu skatar.is og í skátaheimilinu Hraunbyrgi á skrifstofutíma og á þeim tíma sem skátastarfið er í gangi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 565-0900 og í gegnum tölvupóst á hraunbuar(hjá)hraunbuar.is eða dora@hraunbuar.is

Hvað þarf að hafa meðferðis?
Skátabúning (skátaklút og bol/skyrtu/peysu)
Hlý föt og föt til skiptana (ekki gallabuxur)
Regnföt/hlífðarföt
Ullarnærföt
Hlýja sokka (helst ekki bómullar)
Húfu, trefil og vettlinga
Góða skó og inniskó
Svefnpoka
Náttföt
Handklæði
Tannbursta og tannkrem
Vasaljós – fyrir næturleikinn
Gaman er að hafa myndavél
Búninga í tengslum við þema ferðarinnar (ekki skylda)
ATHUGIÐ: Ekki er mælt með því skátarnir taki með sér gos og sælgæti í ferðina, en ef það er með í för skal það alls ekki vera áberandi. Við leggjum til að öllu slíku verði stillt í hóf.

Tengiliðir Hraunbúa í útilegunni:
Mótsstjórar:
Dóra Magnea Hermannsdóttir – dora@hraunbuar.is – s:6626954
Þóra Lóa Pálsdóttir – thora@hraunbuar.is – s:8579097
Tengiliðir Hraunbúa:
Félagsforingi Hraunbúa: Una Guðlaug Sveinsdóttir – una@hraunbuar.is – s: 8487585
Tengiliðaupplýsingar sveitarforingja eru á www.hraunbuar.is


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Félagsútilega 2014

Foringi ritaði þann 22. september 2014

Nú er félagsútilegan á næsta leiti.
Eru ekki allir búnir að skrá sig?

Einungis 4 dagar í þennan frábæra viðburð og minnum við á að skráning er í fullum gangi.
Síðasti skráningardagur er á næstkomandi miðvikudag.

Skráning er hér

Útilegukostnaður er 8000 kr. og er innifalið í verðinu rútuferð, gisting, matur og full dagskrá.

Þemað í ár verður Star Wars og ætlum við að taka það alla leið!
Nú fer hver að verða síðastur í að drekka í sig Star Wars fróðleik og undirbúa flottasta búningin.

May the force be with you!


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Rauðskinnufundur 18/9

Foringi ritaði þann 19. september 2014

raudskinnur_merki_1Á þessum fundi var fyrsta wampum áskorun vetrarins kynnt fyrir stelpunum og þeim svo tilkynnt að næst á dagskrá væri útivera. Það kom nokkrum mikið á óvart að við ætluðum að hætta okkur út í rigninguna, þrátt fyrir annars hlýtt og stillt veður. Því var auðveldlega reddað með stuttri heimsókn í óskilamunina. Þegar út var komið glímdu stelpurnar við þraut sem innihélt þrjá diska og fimm skálar sem vildu ólmar færa sig á milli diskanna, en alls ekki gera það með neinni óreglu. Þegar þrautin hafði verið leyst með sóma var haldið aftur inn í þurran salinn þar sem skipt var í flokka. Flokkarnir völdu sér svo nöfn og hlutverk fyrir alla flokksmeðlimi. Þetta gekk misvel eftir flokkum en hófst á endanum.

Á næsta fundi verður meðal annars flokksþing þar sem næstu tveir flokksfundir verða skipulagðir.

Lesa alla frétt »


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Rauðskinnufundur 11/9

Foringi ritaði þann 12. september 2014

raudskinnur_merki_1Á fyrsta sveitarfundi vetrarins kynntumst við því hvernig tannbursta allir eiga, fórum í leiki, héldum æsispennandi blöðru-borðtennismót, sungum saman og kynntum okkur hvatakerfi Rauðskinna.

Á næsta fundi verður meðal annars skipt í flokka og er því mjög mikilvægt að sem flestar mæti.

20140911_181259

Rauðskinnur eru indíánar og þess vegna heita flokkarnir indíánanöfnum og skátarnir safna wampum. Indíánar Norður-Ameríku bjuggu til perlur úr skeljum sem þeir kölluðu wampum. Þessar perlur voru mjög verðmætar og voru notaðar í skart og skraut auk þess sem þær voru stundum notaðar eins og gjaldmiðill (peningar). Rauðskinnur, eins og aðrir indíánar, eru mjög hrifnar af wampum og vinna hart að því að safna því. Til að passa vel upp á ríkidæmi sitt, og sýna öðrum það, geyma þær wampumið sitt á leðuról um hálsinn. Það eru fimm mismunandi leiðir til að vinna sér inn wampum. Þær Rauðskinnur sem ná að safna sér að minnsta kosti helming alls wampum sem stendur þeim til boða fá næsta fálkaskátamerki (brons, silfur, gull, landnámsmerkið) í lok veturs.

falkaskatar_3-300x150Hægt er að fá wampum fyrir:
Skátafundi (á hverjum fundi):
– 1 fyrir að mæta
– 1 fyrir að vera með skátaklút (wampum reimin er nóg fyrir óvígða skáta)
– 1 fyrir að vera dugleg
Viðburði
Wampum áskoranir (nánar auglýst síðar)

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »