Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Sveitarútilega Rauðskinna

Foringi ritaði þann 20. október 2014

Rauðskinnur fóru saman í sveitarútilegu núna um helgina. Gist var í skátaskálanum okkar Hverahlíð. Tólf stelpur og þrír foringjar skemmtu sér þar saman og brölluðu ýmislegt. Smellið á „Lesa alla frétt“ til að sjá alla ferðasöguna.

10153842_10154727706170263_90114130104526545_n

Lesa alla frétt »


Flokkur: Útilegur, Rauðskinnur | Engin svör »

Rauðskinnufundur 16/10

Foringi ritaði þann 16. október 2014

Fundurinn í dag var vígslufundur. Við getum því miður ekki rætt það mikið, þar sem vígslan er háleynileg. Þær sem forfölluðust í dag geta vígst inn í skátana í sveitarútilegunni núna um helgina eða seinna á fundi. Því miður verður ekki hægt að halda aðra Rauðskinnuvígslu fyrr en eftir áramót, í fyrsta lagi.

Flokkarnir skipulögðu líka næstu þrjá flokksfundi. Í næstu viku er dagskráin svona:
Pokarottur – vatnsblöðruslagur
Trítlur – baka múffur
Fjaðrir – búa til slím

Sjáumst hressar og vel klæddar í Hverahlíð á morgun :)

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fréttir af Hraunálfum

Foringi ritaði þann 13. október 2014

photo

Nú fórum við í blöðru-borðtennis það er reyndar ekki keppt í honum á olimpiu leikum en aldrei að vita nema  það gerist eftir þennan fund.

Á næsta fundi verður vígsla og merki gefin eins og við á .

Allir að mæta með klút sem eiga og frið í hjarta.

photo (2)photo (1)photo (3)


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Rauðskinnufundur 9/10

Foringi ritaði þann 11. október 2014

Á öðrum flokksfundi vetrarins bjuggu Fjaðrir til flugdreka úr gömlum tjöldum, Trítlur fóru í klifurvegginn og Pokarottur gerðu eldfjallatilraun og fleira.

10294275_10154688568275263_7390223269191538080_n

Á næsta fundi verður vígsla inn í skátana og Rauðskinnur. Þar verða allar stelpurnar vígðar, en þær sem eru nú þegar vígðar munu hjálpa til við vígsluna. Foreldrar hafa fengið vígslugrunninn í tölvupósti. Allir þurfa að lesa vel yfir hann fyrir næsta fund.
Á næsta fundi munu flokkarnir einnig skipuleggja næstu þrjá flokksfundi.

10624735_10154688557045263_1961216359658435733_n

Helgina 17.-19. október ætlum við í sveitarútilegu í Hverahlíð. Foreldrar hafa fengið foreldrabréfið í tölvupósti. Munið að skrá ykkur á www.skatar.is/vidburdasraning í síðasta lagi 16/10.

10609431_10154688943950263_6098617704802090230_n

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Asterix og Trail í Vestmannaeyjum

Foringi ritaði þann 9. október 2014

Rekkasveitin Asterix og róversveitin Trail fóru saman til Vestmannaeyja um síðustu helgi.

Lagt var af stað úr Hraunbyrgi, keyrt til Þorlákshafnar og Herjólfur tekinn yfir hafið til “útlanda”. Sjóferðin lagðist misvel í fólkið. Þegar við komum að skálanum Skátastykki byrjaði að hellirigna og áður en við vorum búin að koma öllu dótinu inn var byrjað haglél.

10460592_10154670689030263_4043070832185886498_o

Á laugardeginum fórum við í búðina eftir morgunmat til að kaupa í hádegismatinn. Kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu urðu fyrir valinu. Eftir hádegi var farið í dagskrá. Við fórum í sprönguna, sigum, fórum í sund, fórum bæði á eldfjalla- og náttúrugripasafn og horfðum á Vigni vinna handboltaleik. Eftir viðburðaríkan dag fórum við út að borða á 900 Grill. Þegar komið var aftur heim í skála tók við ipod partý og svo kósý-kúrað yfir mynd.

10688310_10154670699700263_6525288167165603109_oSunnudagurinn fór í þrif á skálanum, fleiri ferðir í sprönguna, skoðaðir nokkrir áhugaverðir staðir og svo var mikið hangið á subway og kaffihúsi meðan beðið var eftir Herjólfi. Bátsferðin heim til Íslands var mikið styttri yfir í Landeyjahöfn en þrátt fyrir það settu Sölvi og Kári upp hengirúmin sín í farangursgeymslunni.

10507095_10154670707725263_9080543565502188169_o

1669846_10154670710440263_4801957180245804564_o

Takk kærlega fyrir góða helgi,
Árný ritari


Flokkur: Rs. Asterix, Rs. Trail | Engin svör »

Fréttir af Hraunálfum

Foringi ritaði þann 6. október 2014

Við Hraunálfarnir sendum flöskuskeyti á seinasta fundi. Gengum í einni halarófu með fánann okkar og skátahundinn Depil alla leið að heimsenda í Hafnarfirði.drekaskatar_1

Hver og ein skrifaði eitthvað fallegt til að stuðla að friði í heiminum. Öllum bréfum var komið fyrir í flösku og hún send á haf út.

Á næsta fundi munum við fara í blöðru-borðtennis.

Spennandi!


Flokkur: Hraunálfar | Engin svör »