Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

17. júní kaffisala.

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 16. júní 2016

Eins og allir vita hefur 17.júní kaffisalan verið haldinn af Skátafélaginu Hraunbúum á Thorsplani ár hvert. Nú er komin upp sú staða að vegna lélegra þáttöku við undirbúning og bakstur urðum við að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa kaffisölunni í ár. Við hörmum það en vonum samt sem áður að þið munið fjölmenna með okkur í skrúðgönguna er hefst kl 13:00 við Hamarinn og fagna með okkur þessum merkisdegi.


Flokkur: Almennt | Comments Off on 17. júní kaffisala.

Sumarfrí!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 23. maí 2016

Nú er sumarið á næsta leiti og Hraunbúar eru að fara í sumarfrí. Þrjár vikur eru eftir af starfinu sem lýkur 12. júní með 76. Vormóti Hraunbúa!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Sumarfrí!

Vormót 2016!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 13. maí 2016

Skráning er hafinn á hið 76. Vormót Hraunbúa í Krýsuvík! Við vonumst til að sjá sem flesta hressa og káta í sumar!

Skráning fer fram hér!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Vormót 2016!

Drekaskátamótið 4.-5. júní nk.

Guðni Gí­slason ritaði þann 11. maí 2016

Vetrarstarfinu lýkur með ævintýri á Úlfljótsvatni 4.-5. júní nk. þegar Drekaskátamótið verður haldið. Að sjálfsögðu ætla Grábræður, Hraunálfar og Rauðúlfar að mæta og verða með líflega tjaldbúð. Gert er ráð fyrir að foreldra komi börnum sínum á svæði og tilvalið er að sameinast í bíla. Tjaldsvæðið verður opið og geta foreldrar því dvalið í skátaparadísinni á meðan mótinu stendur. Þátttakendur eiga að vera mættir kl. 10 að morgni laugardags og mótsslit verða kl. 15.10 á sunnudag.

Mótsgjald er 5.500 kr. og greiðist á skrifstofu Hraunbúa fyrir mót.

Ekki láta skátann missa af þessu ævintýri. Skráið hann hér: skatar.is/vidburdaskraning


Flokkur: Almennt, Útilegur | Comments Off on Drekaskátamótið 4.-5. júní nk.

Sumardagurinn fyrsti!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 21. apríl 2016

Til hamingju með daginn allir saman! Við í Hraunbúum hlökkum til að eyða deginum með ykkur í Hafnarfirði!
Það verður nóg að gerast í Hafnarfirði í dag:
13:00 – Skátamessa hefst í Víðistaðakirkju.
13:45 – Skrúðgangan leggur af stað frá Víðistaðakirkju og endar við Thorsplan.
14:10-16:00 – Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í boði Skátafélagsins Hraunbúa!
Alda Dís, Einar Mikael, Íþróttaálfurinn, hoppukastali, kassaklifur, pylsur, candyfloss, það verður allt að gerast á Thorsplani í dag!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Sumardagurinn fyrsti!

Sumardagurinn Fyrsti!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 18. apríl 2016

Eins og alþjóð veit er Sumardagurinn fyrsti næsta fimmtudag og að venju ætla Hraunbúar að halda upp á daginn með pompi og prakt!

Dagskrá dagsins er svo hljóðandi:

11:00 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni, keppt verður í 6 aldursflokkum.

13:00 Skátamessa í Víðistaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju niður á Thorsplan.

14:00 Fjölskyldudagsskrá hefst á Thorsplani í umsjón Skátafélagsins Hraunbúa.

14:05 Lúðrasveit tekur nokkur lög og setur dagsskránna.

14:10 Atriði úr leikritinu Góði dátinn Svejk.

14:20 Hinn magnaði Einar Mikael töframaður sýnir listir sínar áður enn hann leggur sprotann á hilluna.

14:40 Hin glæsilega Alda Dís, sigurvegari Ísland Got Talent 2015 og þátttakandi í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, syngur sín bestu lög.

15:00 Íþróttaálfurinn og Solla Stirða munu leika á alls oddi og sýna kúnstir sínar.

15:40 AKA Sinfónían, sigurvegarar hljómsveitarkeppninnar Bæjarbandið 2015, mun ljúka dagsskránni og trylla lýðinn.

Kynnir er rithöfundurinn, leikarinn og skemmtikraftur með meiru, Gunnar Helgason.

Utan dagskrár prógramm í boði Skátafélagsins Hraunbúa

Kassaklifur

Andlitsmálun

Hoppukastali

Kandýfloss sala

Pylsugrill

Kökubasar

Við ætlum að fjölmenna í skátamessuna í Víðisstaðakirkju kl.13:00 og hvetjum svo alla skáta til að mæta og taka þátt í skrúðgöngunni eftir messuna.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!


Flokkur: Almennt | Comments Off on Sumardagurinn Fyrsti!