Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Aðalfundur Skátafélagsins Hraunbúa

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 24. janúar 2017

Aðalfundur Hraunbúa 2017 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins

3.3 Kosningarétt hafa starfandi skátar 16 ára og eldri, ef árgjöld þeirra er í skilum. Einnig einn forráðamaður hvers skáta undir 16 ára aldri í félaginu ef árgjöld skátans er í skilum. Enginn einn forráðamaður getur farið með fleira en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn BÍS á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Skráning dreka- og fálkaskáta á vorönn 2017

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 18. janúar 2017

Ágætu forráðamenn dreka- og fálkaskáta, skráning vegna vorannar fer nú fram á síðunni skatar.felog.is. Munið að skrá sem fyrst til að greiða fyrir upplýsingastreymi. Nánari upplýsingar hraunbuar@hraunbuar.is

Með skátakveðju,
Berta verkefnastýra


Flokkur: Almennt | Comments Off on Skráning dreka- og fálkaskáta á vorönn 2017

Breyttur fundartími hjá Hraunálfum !!!

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 17. janúar 2017

Kæru forráðamenn Hraunálfa, frá og með mánudeginum 22. janúar verða fundirnir klukkan 17:30 til 18:30.
Um leið minnum við á skráningu vegna vorannar á síðunni: skatar.felog.is.
Frekari upplýsingar hjá hraunbuar@hraunbuar.is


Flokkur: Almennt | Comments Off on Breyttur fundartími hjá Hraunálfum !!!

Sundfundur Rauðskinna þriðjudaginn 24/1 2017

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 17. janúar 2017

Á næsta fundi þann 24/1 ætla Rauðskinnur að fara saman í sund. Hraunbúar munu borga fyrir stelpurnar svo það eina sem þarf að mæta með eru sundföt og handklæði. Mæting er á venjulegum tíma kl.18 í Suðurbæjarlaug.  Við verðum svo komnar upp úr lauginni kl.19:15. Ef stelpurnar vilja fá að vera lengur í sundi eftir að fundi lýkur þurfa þær að koma með miða frá foreldrum/forráðamönnum um að það sé í lagi.

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag í Suðurbæjarlaug!

María, Jóhanna, Kolfinna og Thelma sveitaforingjar.


Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off on Sundfundur Rauðskinna þriðjudaginn 24/1 2017

Fyrsti Rauðskinnufundurinn 2017

Kolfinna Snæbjarnardóttir ritaði þann 8. janúar 2017

Fyrsti fundur ársins hjá Rauðskinnum verður næsta þriðjudag, 10.janúar. Hlökkum til að sjá ykkur. Minnum líka á félagakvöldvökuna sem er næsta fimmtudag, 12.janúar. Sjá frétt hér beint fyrir neðan.

Munið að taka skátaklútinn með, einnig að vera alltaf klæddar eftir veðri því við getum farið út að brasa hvenær sem er.

Kærar kveðjur, Kolfinna, María, Jóhanna og Thelma sveitaforingjar


Flokkur: Almennt | Comments Off on Fyrsti Rauðskinnufundurinn 2017

Félagskvöldvaka á fimmtudaginn!

Guðni Gí­slason ritaði þann 8. janúar 2017

Skátafélagið Hraunbúar stendur fyrir kvöldvöku á fimmtudaginn kl. 20 í Hraunbyrgi.

Samstaða og gleði

Samstaða og gleði

Komum saman og syngjum, ungir sem aldnir, og njótum skemmtilegrar samveru þar sem skátaandinn svífur yfir vötnum. Hraunálfar, Rauðúlfar, Rauðskinnur, Riddarar, dróttskátar, rekkar og fl. hvattir til að koma með skemmtiatriði.

 

Gleymið ekki skátaklútnum og söngröddinni!!

Foreldrar eru velkomnir.


Flokkur: Almennt, Viðburðir | Comments Off on Félagskvöldvaka á fimmtudaginn!