Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Fálkaskátadagurinn

Foringi ritaði þann 23. október 2014

IGP5903Sunnudaginn 2. nóvember verður Fálkaskátadagurinn haldinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Mæting er í Hraunbyrgi klukkan 12:00 og áætluð heimkoma er á sama stað klukkan 17:30.
Dagurinn er opinn fyrir alla fálkaskáta á landinu. Skráning fer fram á viðburðaskráningu skáta eins og vanalega. Mjög mikilvægt er að vera búin(n) að skrá sig fyrir klukkan 23:00 á föstudaginn 24. október.
Dagurinn er ókeypis en allir þurfa að mæta með nesti og eitthvað að drekka auk þess að vera vel klædd eftir veðri. Nánari upplýsingar eru í skátadagatalinu inn á skatamal.is

Vonumst til að sjá sem flesta,
sveitarforingjar Rauðskinna og Riddara


Flokkur: Rauðskinnur, Riddarar, Viðburðir | Engin svör »

Hraunálfa -fréttir

Foringi ritaði þann 21. október 2014

Ellefu Hraunálfar voru vígðir á seinasta fundi, og þrjár fengu silfurmerkið sitt .

Vegna  vetrarfrís í grunnskólum Hafnarfjarðar vantaði nokkrar í hópnum en við munum auðvitað vígja þær við fyrsta tækifæri.

Næst verður lýðræðisleikur og þá verður spennandi að kjósa um þrjú næstu fundar-verkefni.

 

 

 

 


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Sveitarútilega Rauðskinna

Foringi ritaði þann 20. október 2014

Rauðskinnur fóru saman í sveitarútilegu núna um helgina. Gist var í skátaskálanum okkar Hverahlíð. Tólf stelpur og þrír foringjar skemmtu sér þar saman og brölluðu ýmislegt. Smellið á „Lesa alla frétt“ til að sjá alla ferðasöguna.

10153842_10154727706170263_90114130104526545_n

Lesa alla frétt »


Flokkur: Útilegur, Rauðskinnur | Engin svör »

Rauðskinnufundur 16/10

Foringi ritaði þann 16. október 2014

Fundurinn í dag var vígslufundur. Við getum því miður ekki rætt það mikið, þar sem vígslan er háleynileg. Þær sem forfölluðust í dag geta vígst inn í skátana í sveitarútilegunni núna um helgina eða seinna á fundi. Því miður verður ekki hægt að halda aðra Rauðskinnuvígslu fyrr en eftir áramót, í fyrsta lagi.

Flokkarnir skipulögðu líka næstu þrjá flokksfundi. Í næstu viku er dagskráin svona:
Pokarottur – vatnsblöðruslagur
Trítlur – baka múffur
Fjaðrir – búa til slím

Sjáumst hressar og vel klæddar í Hverahlíð á morgun :)

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Fréttir af Hraunálfum

Foringi ritaði þann 13. október 2014

photo

Nú fórum við í blöðru-borðtennis það er reyndar ekki keppt í honum á olimpiu leikum en aldrei að vita nema  það gerist eftir þennan fund.

Á næsta fundi verður vígsla og merki gefin eins og við á .

Allir að mæta með klút sem eiga og frið í hjarta.

photo (2)photo (1)photo (3)


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Rauðskinnufundur 9/10

Foringi ritaði þann 11. október 2014

Á öðrum flokksfundi vetrarins bjuggu Fjaðrir til flugdreka úr gömlum tjöldum, Trítlur fóru í klifurvegginn og Pokarottur gerðu eldfjallatilraun og fleira.

10294275_10154688568275263_7390223269191538080_n

Á næsta fundi verður vígsla inn í skátana og Rauðskinnur. Þar verða allar stelpurnar vígðar, en þær sem eru nú þegar vígðar munu hjálpa til við vígsluna. Foreldrar hafa fengið vígslugrunninn í tölvupósti. Allir þurfa að lesa vel yfir hann fyrir næsta fund.
Á næsta fundi munu flokkarnir einnig skipuleggja næstu þrjá flokksfundi.

10624735_10154688557045263_1961216359658435733_n

Helgina 17.-19. október ætlum við í sveitarútilegu í Hverahlíð. Foreldrar hafa fengið foreldrabréfið í tölvupósti. Munið að skrá ykkur á www.skatar.is/vidburdasraning í síðasta lagi 16/10.

10609431_10154688943950263_6098617704802090230_n

- Árný


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »