Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 8. desember 2014

Við Hraunálfarnir tókum þátt í stóra drekaskáta jólakorta leiknum

Fundurinn fór í það að búa til og senda jólakort á aðra drekaskátasveit svo er aldrei að vita nema við fóum jólakort frá einhverjum ! Spennandi

En nú erum við komin í jólafrí.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Rauðskinnufundur 4/12

Foringi ritaði þann 4. desember 2014

Í dag voru haldnir flokksfundir. Trítlur fóru út í snjóinn og bjuggu sér til ís. Það gekk mjög vel, en var frekar kalt. Pokarottur hituðu sér kakó yfir eldi og léku sér úti í snjónum. Fjaðrir höfðu það náðugt inni í hlýjunni og tálguðu.

10389493_10154883139820263_8239895897372851116_n

Í næstu viku er síðasti fundurinn fyrir jól. Þá verður öll sveitin saman og munum við njóta samverunnar í kósý jólastemmingu.


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Rauðskinnufundur 27/11

Foringi ritaði þann 2. desember 2014

Í síðustu viku voru flokksfundir. Trítlur tálguðu með Bellu. Pokarottur bjuggu sér til ís úti í kuldanum á meðan Fjaðrir höfðu það kósý inni á náttfötunum og spiluðu.

10556398_10154876366290263_4224427627146508036_n

Á næsta fundi verða aftur flokksfundir:
Fjaðrir ætla að tálga
Pokarottur ætla í útieldun
Trítlur ætla að búa til ís, á náttfötunum, og velja sér svo lukkudýr flokksins.


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 1. desember 2014

Hraunálfarnir gæddu sér á berja rauðum snjó is með sögustund.

Svo kynntumst við rauða blóminu . Á næsta fundi sem verður seinasti fundurinn fyrir jól, ætlum við að búa til  og senda jólakort til drekaskátasveitar sem okkur hefur verið úthlutað . Spennandi !


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 25. nóvember 2014

Það var sannkölluð leikhússtemmning hjá Hraunálfunum á seinasta fundi

því flokkarnir sömdu og léku hver sína skátalagagrein.

Mikil og góð skemmtun og nokkrir hæfaleikaríkir leikarar í hópnum.


Flokkur: Almennt, Hraunálfar | Engin svör »

Rauðskinnufundur 20/11

Foringi ritaði þann 21. nóvember 2014

Að þessu sinni voru flokksfundirnir haldir með aðeins öðruvísi sniði. Þar sem einn foringinn var veikur þurftu tveir flokkar að deila henni Bellu á milli sín. En Fjaðrir föndruðu og Trítlur grilluðu sykurpúða á meðan að Pokarottur klifruðu í klifurveggnum úti í Smiðju.

10444680_10154837537415263_1739184661656356275_n

Á næsta fundi eru aftur flokksfundir.
Fjaðrir ætla að halda náttfatapartý og spila
Pokarottur ætla að búa til ís
Trítlur ætla að tálga.

Eru ekki allir að æfa hnútana í nýjustu Wampum-áskoruninni? Sjá nánar um það í síðustu frétt. 

Sjáumst í dagsferðinni :)


Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off