Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Skráning í Útilífsskólann í sumar er hafin

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 26. maí 2015

DSCI0180Við höfum opnað fyrir skráningu í ÚTILÍFSSKÓLA HRAUNBÚA. Þessi námskeið hafa alltaf verið jafn vinsæl hjá okkur og hvetjum við foreldra til að vera fljót að skrá börnin sín til að tryggja sér örugg pláss.

Í Útilífsskóla Hraunbúa er þátttakendum gefinn kostur á fjölbreyttri dagskrá og upplifun úti í náttúrunni, þar sem unnið er eftir markmiðum skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Við leggjum metnað okkar í þétta, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt því að sinna einstaklingnum vel.

Lögð er áhersla á útivist, náttúrufræðslu og sjálfsbjargarviðleitni. Meðal viðfangsefna er sund, stangveiði, sig, klifur, náttúruskoðun, kanó, rötun, útieldun, skátaleikir og margt, margt fleira. Mismunandi dagskrá er á námskeiðum. Uppbygging námskeiðsins er þannig að þátttakendum er skipt í 4-6 manna flokka sem svo vinna í sameiningu að markmiðum sínum í skólanum.

Útilífsskóli Hraunbúa býður upp á tvenns konar námskeið, Útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára og Grallaranámskeið fyrir 6-7 ára.

Upplýsingar: Starfssvæði sumarnámskeiða Hraunbúa er í Hafnarfirði. Dagskrá stendur yfir frá kl. 10.00 til 16.00. Boðið eru upp á gæslu í klukkutíma fyrir og eftir námskeið og er hún innifalin í verði.

Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins og útilegunnar í upphafi námskeiðs. Þátttökugjöld skal greiða eigi síðar en á fyrsta degi námskeiðs. Hægt er að greiða með kreditkorti við skráningu, eða millifæra í heimabanka: kt: 6401697029, banki: 327-26-7029 og nafn þátttakanda í skýringu. Innifalið í verði er öll dagskrá, rútukostnaður, sundferðir og gisting.

haust 2010 161Dagsetningar í boði:
22. – 26. júní (útilega)
29. júní – 3. júlí (dagsferð + grallaranámskeið)
6. – 10. júlí (útilega)
20. – 24. júlí (útilega)
10. – 14. ágúst (dagsferð + grallaranámskeið)

Skráning hér

 

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 24. maí 2015

IMG_8201Seinasti fundur vetrarins var í síðustu viku. Næst á dagskrá er Drekaskátamót sem verður haldið á Úlfljótsvatni 6.-7. júní. Skráningunni hefur verið lokað.

Það eru komnar mjög skemmtilegar myndir af starfi vetrarins hjá Hraunálfunum inn á facebook síðu skátafélagsins, við viljum hvetja alla til að skoða það.

Takk kærlega fyrir samveruna í vetur,
Sigríður Júlía, Bettý, Birta Diljá og Einar Daði


Flokkur: Hraunálfar | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 6. maí 2015

Það var nú aldeilis gaman í fjöruferðinni okkar

Hún Hulda sem var að prufa að vera í skátunum fann flöskuskeyti frá Kína

Við létum google þýða það fyrir okkur og skilaboðin voru ósk um frið fyrir alla á jörðinni

Þetta var ekki fjöruferð til einskis.

Næsti fundur verður Júlóvisjón söngvakeppni . Svo minni ég á Drekaskátamótið sem haldið verður á Úlfljótsvatni 6-7. júní

Skráning á skatar@skatar.is viðburðir. fyrir 15. maí.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 27. apríl 2015

Við Hraunálfarnir vorum með poppfund ! Og eins og sannir skátar var það sko ekki örbylgju-popp neiiii…. það var poppað yfir opnum eldi

Næst er það fjöru-ferð og þá er best að vera klæddur eftir Íslensku veðri


Flokkur: Almennt | Comments Off on Hraunálfafréttir

Sumardagurinn fyrsti

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 22. apríl 2015

Fimmtudaginn 23.apríl næstkomandi halda Hraunbúar sumardaginn fyrsta hátíðlegan.

Eins og venjan er sjá skátarnir að stórum hluta um hátíðarhöld dagsins og ætla því allir Hraunbúar, sem og aðrir skátar, að mæta niður í bæ í skátabúning, með klút og taka þátt og hjálpa til :)

Við ætlum að fjölmenna í skátamessuna í Víðisstaðakirkju kl.13:00 og hvetjum svo alla skáta til að mæta og taka þátt í skrúðgöngunni eftir messuna.

ATH: Dagskráin er birt með fyrirvara, þar sem að hún gæti tekið örlitlum breytingum.

8:00-17:00 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.

11:00  Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum.

11:00-17:00 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur.

12:00-21:00 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur.

12:00-17:00. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin.

13:00 Skátamessa í Víðstaðakirkju.

13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju sem endar í miðbæ Hafnarfjarðar.

14:00-16:00 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjá Hraunbúa.  Lúðrasveit, Kór Flensborgarskólans, söngleikur Víðistaðaskóla, Laddi og Zumba.  Fögnum sumri saman.

Við vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í dagskránni með okkur þennan dag :)

sumard 1


Flokkur: Almennt | Comments Off on Sumardagurinn fyrsti

Lára Janusdóttir nýr rekstrarstjóri Skátamiðstöðvar Hraunbyrgis og Lava Hostel.

Verkefnastjóri Hraunbúa ritaði þann 22. apríl 2015

Skátafélagið Hraunbúar hafa ráðið Láru Janusdóttur sem nýjan rekstrarstjóra yfir Skátamiðstöðinni Hraunbyrgi ásamt Lava Hostel, sem félagið rekur einnig í húsnæðinu.

Lára er með Bs gráðu í viðskiptafræði og er nú í MBA námi við Háskólann í Reykjavík, sem hún tekur samhliða starfinu. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell. Hún sat m.a. í stjórn Íþrótta og tómstundanefnd Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili.

Lára kemur af skátaættum, var sjálf vígð inní Hraunbúa á sínum yngri árum. Faðir hennar, Janus Guðlaugsson  er gamall flokksforingi úr Bjórum og amma hennar og alnafna er góður Gildisfélagi.

Við óskum Láru hjartanlega velkomin til starfa, en þökkum jafnfrant henni Sigríði Diddu Aradóttur, fráfarandi rekstrarstjóra fyrir vel unnin störf.

 

539856_10151083945607682_1088787085_n


Flokkur: Almennt | Comments Off on Lára Janusdóttir nýr rekstrarstjóri Skátamiðstöðvar Hraunbyrgis og Lava Hostel.