Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Rauðskinnur

Foringi ritaði þann 26. mars 2015

Í kvöld eru flokksfundir.

Þá ætla Fjaðrir að tálga, Pokarottur að renna í stiganum á náttfötunum og Trítlur að nota gips og hoppa fram af háaloftinu.

Sjáumst hressar með klút :)


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Hraunálfar í páskafrí

Foringi ritaði þann 23. mars 2015

Áskorunin gekk nú heldur betur vel , sem var að finna sér skjól og kveikja lítin varðeld

Það vafðist ekki fyrir okkar stelpum  Allir fjórir flokkarnir leystu það vel af hendi og sungu” Kveikjum eld ”

Næsti fundur verður 13. apríl. Gleðilega páska.


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Spilafundur Hraunálfa

Foringi ritaði þann 16. mars 2015

Það var nú aldeilis gaman hjá okkur á spila – fundinum

Stelpurnar svo klárar að spila alls konar spil.

Á næsta fundi sem er siðasti fundur fyrir páskafrí verður áskorun

Já hún er leyndarmál þangað til þá en vil bara uppljóstra því að hún verður úti og þá er um að gera að koma VEL KLÆDDAR.


Flokkur: Almennt | Comments Off

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 11. mars 2015

Við vorum með handavinnu-fund seinast og hún Hulda vígðist sem skáti

Næst munum við vera með spila-fund og þá er um að gera að koma með eitthvert spil

 


Flokkur: Almennt | Comments Off

Rauðskinnufréttir

Foringi ritaði þann 4. mars 2015

Rauðskinnur hafa brallað ýmislegt á síðustu vikum. 12 febrúar borðuðu flokkarnir popp eins hratt og foringjarnir náðu að poppa, byggðu dýnuvirki og héldu danspartý. Vikuna eftir það fóru Pokarottur í kassaklifur í Smiðjunni, Fjaðrir bjuggu til brjóstsykur (sem heppnaðist… næstum) á meðan Trítlur elduðu úti á eldstæðinu.

í síðust viku var sveitarfundur. Allir í náttfötum eða einhverju álíka, spilað á spil og leikið með bangsana. Ekki má gleyma poppinu, sem aftur var borðað í gífulegu magni.

Á morgun verða flokksfundir
Trítlur ætla að búa til ís (á náttfötunum með bangsa)
Pokarottur ætla að fá sér súpu og sykurpúða í útieldun
Fjaðrir ætla að fá sér pylsur og sykurpúða í útieldun.

Eru þið ekki búnar að fylla út góðverkadagbókina? Skilið henni inn til foringja og fáið wampum fyrir!


Flokkur: Rauðskinnur | Comments Off

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 3. mars 2015

Það reyndi heldur betur á athyglisgáfuna hjá Hraunálfunum á seinasta fundi .

Við fórum í alls konar Kíms- leiki sem ganga út á að vera mjög klár í eftirtekt á ýmsa vegu

Næst munum við vera með handavinnufund. Komið með prjónadót, saumadót, föndur eða hvað eina sem ykkur langar að gera á þessum handavinnu fundi.


Flokkur: Hraunálfar | Comments Off