Skátafélagið Hraunbúar

fyrir hafnfirska æsku

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 28. janúar 2015

Tvo seinustu fundi vorum við að klifra í Skemmunni okkar með hjáp Arnars og Árnýjar klifur tryggjara okkar

Það var mjög  gaman.  Á næsta fundi er útieldun ef veður leyfir. Þá er um að gera að koma vel klæddar eins og alltaf  því maður veit aldrei í hverju við skátarnir gætum lent í


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Aðalfundur Hraunbúa 2015

Una Guðlaug Sveinsdóttir ritaði þann 27. janúar 2015

Aðalfundur Hraunbúa 2015 fer fram í Hraunbyrgi fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa allir starfandi skátar, 16 ára og eldri, auk eins forráðamanns hvers skáta undir 16 ára aldri kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar.

Lesa alla frétt »


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfar klifra

Foringi ritaði þann 20. janúar 2015

Klifur-fundurinn gekk nú aldeilis vel ! Reyndar er bara helmingur sveitarinnar búnar að klifra en næst fá þær sem ekki klifruðu að spreyta sig á veggnum

 

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Hraunálfafréttir

Foringi ritaði þann 13. janúar 2015

Nú eru Hraunálfarnir komnir á stjá á nýju ári  Á fyrsta fundi ársins vorum við bara rólegar, fórum í leiki og spjölluðum saman enda ekki full mætinig eða 15 mættar.

En á seinasta fundi var farið í uppboð þar sem boðið var í áhugvarðustu fundar verkefnin  Og það sem þótti mest spennandi var klifur fundur. Þá höfum við það. Klifur næst !!

 


Flokkur: Almennt | Engin svör »

Rauðskinnufundur 8/1

Foringi ritaði þann 12. janúar 2015

raudskinnur_merki_1Á fyrsta Rauðskinnufundi ársins ákvað sveitin saman hvað við viljum gera á sveitarfundunum á þessari önn. Sveitarfundirnir verða sjö talsins, en að sjálfsögðu verður líka fullt af flokksfundum eins og áður.

Einnig völdu skátarnir sér nýtt embætti innan flokksins og svo var farið í marga sardínufeluleiki.

Á næsta fundi verður sveitarfundur þar sem við förum út í Smiðju og klifrum og fyrstu flokksfundirnir verða skipulagðir.

Lesa alla frétt »


Flokkur: Rauðskinnur | Engin svör »

Hraunálfar

Foringi ritaði þann 8. desember 2014

Við Hraunálfarnir tókum þátt í stóra drekaskáta jólakorta leiknum

Fundurinn fór í það að búa til og senda jólakort á aðra drekaskátasveit svo er aldrei að vita nema við fóum jólakort frá einhverjum ! Spennandi

En nú erum við komin í jólafrí.


Flokkur: Hraunálfar | Comments Off